Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 35

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 35
Guðrún Kvaran: Almúganum til særndar og sáluhjálpar 13 hann lét frá sér fara, hvort heldur voru eigin útgáfur eða prentun á verkum annarra, og hafði hann því mikil áhrif á málið í landinu. 6 Þorláksbiblía Þegar biblía Guðbrands var orðin illfáanleg fór dóttursonur hans, Þorlákur bisk- up Skúlason, þess á leit við Kristján konung fjórða að hann fengi að prenta nýja biblíu. Það leyfi fékkst og var hún prentuð á árunum 1637 til 1644. Þorláksbiblía er að mestu endurprentun Guðbrandsbiblíu en þó hefur biskup endurskoðað hana nokkuð og borið saman við Lúther og danska biblíu sem kennd er við Kristján fjórða (I. L. Harboe 1746:102-103). Lítið eru þessar breytingar til bóta en helsta framför var að upp var tekin tölusetning versa. Þýðingar Arngríms lærða frá því um aldamótin 1600 og málhreinsunarstefna hans virðast engin áhrif hafa haft á þýðinguna (Jakob Benediktsson 1953:138). 7 Steinsbiblía Nú leið hátt í öld þar til út var gefin ný biblía, að þessu sinni að hvötum Friðriks konungs fjórða, en hann fól Steini biskupi Jónssyni að endurskoða biblíu Þorláks og laga hana að nýjustu dönsku útgáfunni, sennilega þeirri sem Hans Svane gaf út 1647 (Magnús Már Lárusson 1949:342). Steinsbiblía hefur lengi haft á sér slæmt orð og kemur þar margt til. Steinn virðist hafa tekið fyrirmælin um samanburð við dönsku biblíuna mjög hátíðlega og er málfar víða dönskuskotið enda segir Steinn í sjálfsævisögu sinni að hann hafi „eftir kongl. Majts. befalning verterað sem næst kunni að verða dönskunni“ (Steingrímur J. Þorsteinsson 1950:67). Við þetta bættist að prentun tók óhóflegan tíma og kostnaður var mikill þannig að biblían varð dýr. Ebenezer Henderson fór hörðum orðum um Steinsbiblíu og sagði að hún væri íslendingum víða óskiljanleg og verst allra íslenskra biblía (Henderson 1818:295). Fyrir Steinsbiblíu átti lítið annað eftir að liggja en verða étin af músum án þess að hafa nokkur áhrif á komandi biblíuþýðingar. 8 Vaisenhúsbiblía og Grútarbiblía Fjórða útgáfa biblíunnar er kennd við hið konunglega Vaisenhús í Kaupmanna- höfn þar sem hún var prentuð 1747. Hún var að mestu endurútgáfa Þorláksbiblíu og átti að þjóna þeim tilgangi fyrst og fremst að gefa alþýðunni kost á að eignast slíkt verk á viðráðanlegu verði. Það var þó ekki fyrr en 1813 að almenningur gat eignast biblíu sem reyndar gengur undir nafninu Grútarbiblía vegna meinlegrar prentvillu. Harmagrátur Jeremie er þar nokkrum sinnum nefndur Harmagrútur. Grútarbiblía er prentuð eftir Vaisenhúsbiblíunni og er hún síðasta biblían sem rekja má beint til Guðbrands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.