Orð og tunga - 01.06.1990, Page 38

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 38
16 Orð og tunga frásagnarinnar yrði ekki undir í of orðréttri þýðingu (Jón Sveinbjörnsson 1979- 1982:6-10). 14 Niðurlag Nú er lokið yfirferð yfir langa sögu íslenskra biblíuþýðinga og einungis var hægt að stikla á helstu atburðum. Margir stærri og smærri kaflar voru þýddir af merk- ismönnum sem mér hefur ekki unnist tími til að minnast á. Eg minntist ekki heldur á allar þær húslestrabækur sem gefnar hafa verið út, en ég hygg að þær hafi haft mun meiri áhrif á málfar og málvitund almennings en biblían sjálf. Það er erfitt verk að þýða biblíuna. Þýðendur verða að vera frumtextanum trúir, boðskapurinn verður að vera ljós hverjum þeim sem les og málið eins gott og framast er unnt. Enn hefur ekki tekist að fullnægja öllum þessum kröfum og margar þýðingar biblíunnar eiga vafalaust eftir að líta dagsins ljós. Eitt gerir biblíuþýðingu þó erfiðari en aðrar þýðingar og það er að flestir kunna heila kafla úr textanum og vilja ekki að verið sé að hrófla við þeim. Sumir þessara kafla, eins og boðorðin tíu, faðirvorið og hlutar fjallræðunnar, hafa erfst mann fram af manni og eru ekki lærðir af bók. Stöðugt má bæta mikinn texta og tilfinning manna fyrir máli og stíl breytist eins og liún hefur gert um aldir. Guðsorð hefur ekki þau áhrif á málfar alþýðu sem það hafði fyrr á öldum en markmið biblíuþýðenda á að vera að skila á hverjum tíma eins góðum texta á eins vönduðu máli samtímans og frekast er unnt án þess að hvika að þarflausu frá rótgróinni hefð. 15 Textasýnishorn 2. kafli Mattheusarguðspjalls 3.-6. vers (stafsetning texta samræmd). Hómilíubókin: Heródes varð hryggur við og allt fólk hans með honum, safn- aði saman öllum höfðingjum kennimanna og ritmönnum, frétti þá síðan, hvar Kristur mundi berast. En þeir sögðu honum: „I Betlehemsborg á Gyð- ingalandi, því að svo mælti spámaðurinn: Þú Betlehem, jörð Gyðinga, með öllu eigi ertu lítil í höfðingjum Gyðinga, því að sá hertogi mun af þér koma, er stýra mun Israelsþjóðu.“ Nýjatestamenti Odds 1540: En er Heródes kóngur heyrði það, hryggðist hann og öll Jerúsalem með honum og lét saman safna öllum kennimanna- höfðingjum og skriftlærðum lýðsins og forheyrði af þeim hvar Kristur skyldi fæðast. En þeir sögðu honum: Til Betlehem í Júdea. Því að svo er skrif- að fyrir spámanninn: Og þú Betlehem á Júdalandi ert öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingjum Júda því að af þér mun koma hertogi sá er stjórna skal yfir fólk mitt Irael. Þorláksbiblía 1644: En er Heródes kóngur heyrði það skelfdist hann og öll Jerúsalem með honum og lét samansafna öllum kennimannahöfðingjum og skriftlærðum lýðs síns og spurðist fyrir af þeim hvar Kristur skyldi fæðast.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.