Orð og tunga - 01.06.1990, Side 39

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 39
Guðrún Kvaran: Almúganum til sæmdar og sáluhjálpar 17 En þeir sögðu honum: Til Betlehem í Júda því að svo er skrifað fyrir spámanninn: Og þú Betlehem á Júdalandi ert öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingja Júda því að af þér mun koma hertugi sá er herra skal vera á yfir mitt fólk Israel. Steinsbiblía 1728: En þegar kóng Heródes það heyrði skelfdist hann og öll Jerúsalem með hönum. Og þegar liann hafði samansafnað öllum þeim ypp- urstu prestum og skriftlærðum á meðal fólksins spurðist hann fyrir af þeim hvar Kristur skyldi fæðast. Þeir sögðu til hans: I Betlehem í Júda því þar er svo skrifað fyrir spámanninn: Og þú Betlehem í Júdalandi ert öngvan veginn hin minnsta á meðal Júda höfðingja því af þér mun útkoma einn hertogi sem mun fæða mitt fólk Israel. Vaisenhúsbiblía 1747: En er Heródes kóngur heyrði það skelfdist hann og öll Jerúsalem með hönum. Og lét samansafna öllum kennimanna höfðingjum og skriftlærðum lýðsins, og spurðist fyrir af þeim, hvar Kristur skyldi fæð- ast? En þeir sögðu lionum, til Betleliem í Júdea. Því að svo er skrifað fyrir spámanninn: Og þú Betlehem á Júdalandi ert öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingja Júda því að af þér mun koma hertugi sá er herra skal vera yfir mitt fólk Israel. Viðeyjarbiblía 1841 og Biblían 1866: En er Heródes konungur heyrði þetta varð hann skelfdur og öll Jerúsalem með lionum og lét samankalla alla æðstu presta og löglærða lýðsins og spurði þá: Hvar Ivristur ætti að fæðast? Þeir sögðu honum: I Betlehem í Júdeu (Júdea 1866); því þannig hefði spámaðurinn skrifað: Þú Betlehem í Júdeu (Júdea 1866) ert engan veginn hin minnsta á meðal merkisborga Júdeu (Júdea 1866); því frá þér mun koma höfðingi er ráða skal fyrir mínum lýð ísrael. Biblían 1908: En er Heródes konungur lieyrði þetta, varð hann felmtsfullur og öll Jerúsalem með honum; og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestunum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá, hvar Kristur ætti að fæðast. Og þeir svöruðu honum: I Betlehem í Júdeu. Því að þannig er ritað af spámanninum: Og þú Betlehem, land Júda, ert engan veginn hin minnsta meðal höfðingja Júda; því að af þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns. Biblían 1981: Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerú- salem með honum. Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræði- mönnum lýðsins og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“ Þeir svöruðu honum: „I Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum: Þú Betlehem, í landi Júda, ekki ertu síst meðal hefðarborga Júda. Því að höfðingi mun frá þér koma, sem verður liirðir lýðs míns, Israels.11 Heimildir Biblía. Þad er: Heilgg Ritning. I 5ta sinni útgéfin, á ny yfirskodud og leidrétt, ad tiUúutun ens íslendska, Biblíu-félags. Videyar Klaustri 1841.

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.