Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 45
Jón Hilmar Jónsson: Að snúa orðum á íslensku
23
• Lesandinn hefur þýðingamálið að stuðningsmáli við að glöggva sig á merk-
ingu orðs eða orðasambands í viðfangsmálinu.
• Lesandinn hefur viðfangsmálið að stuðningsmáli við að glöggva sig á hvað
tiltekið fyrirbæri er nefnt í þýðingamálinu eða livernig tiltekið liugtak er
orðað.
Til frekari glöggvunar má liugsa sér að um sé að ræða ensk-íslenska orðabók
eða orðasafn. Við sjáum þá íslenska lesendur gjarna fyrir okkur í fyrri flokknum,
er þeir glíma við að ráða inerkingu enskra orða með því að styðjast við þekkingu
sína á þýðingamálinu. Enskumælandi menn og aðrir þeir sem meiri þekkingu
hafa á ensku en íslensku eru hins vegar í síðari flokknum; þeirra vandi er sá að
komast að búningi tiltekins hugtaks í íslensku og þekking þeirra á ensku greiðir
fyrir þeim í því efni. En notkunarforsendurnar eru í raun fleiri og aðgreiningin
ekki svona skýr. Það á ekki síst við þegar lesandinn býr yfir verulegri þekkingu
á báðum málunum og getur þannig beint atliugun sinni að hvoru þeirra sem er.
Þekking Islendinga á ensku er t.d. svo mikil og almenn að þeir geta í töluverðum
mæli nýtt sér hana sem stuðningsmál. Þeir sem þannig eru staddir geta nýtt
sér ensk-íslenska orðabók til að komast á snoðir um það orðafar í íslensku sem
samsvarar tilteknu ensku orði. Raunliæft dæmi um slík not eru bundin íð- og
sérfræðihugtökum af ýmsu tagi þar sem orðafar og orðmyndun í íslensku er síðar
á ferðinni en í ensku og mótast meira að segja oft af orðafari í því tungumáli.
Hér má benda á íðorðasafn lækna sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Fyrsti
áfangi þess, sem nýlega er lokið, fólst í því að semja enskt-íslenskt orðasafn, sem
komið getur íslenskum sérfræðingum og almenningi að miklum notum sem sjálf-
stætt verk óháð íslensk-ensku orðasafni sem samið verður síðar. Tölvuorðasafn
Skýrslutæknifélagsins er að stofni til íslenskt-enskt, en því fylgir ensk-íslensk
orðaskrá, og ekki kæmi á óvart að fleiri nálguðust upplýsingar bókarinnar með
því að fletta fyrst upp í henni en með því að athuga íslenska hlutann einan. Eftir
því sem enska verður íslendingum tamari og nothæfari sem stuðningsmál í ýmsu
samhengi má gera ráð fyrir að þessi notkun ensk-íslenskra orðabóka og orðasafna
aukist.
Hægt er að hugsa sér að flokka notkun tveggja mála orðabóka á fleiri vegu.
Ein aðgreiningin felst í því að gera annars vegar ráð fyrir notkun sem miðar að
skilningi eða glöggvun, liins vegar notkun sem miðar að málbeitingu. Notkun
af fyrra taginu á sér stað er menn leita stuðnings orðabóka þegar einstök orð í
texta torvelda skilning á efni sem þeir eru að kynna sér á erlendu máli. Dæmi um
notkun sem miðar að málbeitingu er það þegar menn nota tveggja mála orðabók
til að sækja sér viðeigandi orðaforða í liugsun sem þeir hyggjast tjá (skriflega eða
munnlega) á erlendu máli. En skil þessarar tvenns konar notkunar eru hreint
ekki skörp. T.d. má segja að notkun orðabókar til ábendingar um þýðingarorð í
samfelldum texta feli hvort tveggja í sér.
Framsetning með tilliti til notkunar
Hugum frekar að mismunandi áherslum í tveggja mála orðabókum að því er
varðar stöðu málanna tveggja sem þar eru til meðferðar. Með nokkurri einföldun