Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 46

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 46
24 Orð og tunga má segja að við gerð slíkra bóka takist á tvö sjónarmið. í sumum bókum situr það sjónarmið í fyrirrúmi að megináhersla skuli lögð á að skýra viðfangsmál- ið fyrir þeim sem hafa þýðingamálið að móðurmáli. Þýðingamálinu eru þá ekki gerð skil umfram það sem í þessu felst, þ.e. ekki eru gerðar sérstakar ráðstaf- anir til að greiða fyrir þeim sem áhuga hafa á því að nálgast þýðingamálið en hafa það ekki að móðurmáli. Þeim mun meiri áhersla er lögð á að skýra notk- un og merkingarskipan orðanna í viðfangsmálinu á þann hátt sem best hentar þeim lesendum sem fullan skilning hafa á þýðingamálinu, gjarna með útskýringu og umorðun þegar það þykir tryggja betri skilning en bein þýðing. Merkastur fulltrúi erlend-íslenskra orðabóka í þessum hópi er án efa Ensk-íslensk orðabók sem út kom hjá Erni og Örlygi árið 1984. En ég vil einnig nefna dansk-íslenska orðabók Konráðs Gíslasonar frá 1851 sem mjög er miðuð við þarfir íslenskra les- enda fyrir að glöggva sig á dönskum orðaforða og danskri málnotkun. í öðrum bókum eru þýðingamálinu gerð sérstök skil í þágu þeirra sem ekki hafa það að móðurmáli en hafa þörf fyrir að beita því með atbeina viðfangsmálsins. Fyrsta erlend-íslensk orðabók af þessu tagi var Sænsk-íslensk orðabók Gösta Holms og Aðalsteins Davíðssonar sem út kom í Lundi árið 1982.1 norsk-íslenskri orðabók Hróbjarts Einarssonar frá 1987 er fetað í sömu fótspor. Auk þessara tveggja bóka langar mig að geta rússnesk-íslenskrar orðabókar sem Helgi Haraldsson og Valeríj Bérkov hafa lengi unnið að og koma mun út innan tíðar, en þar er gengið lengra að þessu leyti en í nokkurri annarri erlend-íslenskri orðabók. Til glöggvunar um þessa aðferð má vitna til Sænsk-íslenskrar orðabókar, þar sem íslensku þýðingarorðin eru auðkennd með tilliti til beygingareinkenna og vísað til sérstaks beygingayfirlits í því sambandi. Ahersla er lögð á að þýða föst orða- sambönd og frjáls notkunardæmi og merkingarskil eru oft afmörkuð með því að tilgreina sænsk samheiti sænskum lesendum til glöggvunar. Almennt má segja að þessi aðferð ýti undir knappar skýringar þar sem bein þýðingarorð eru tekin fram yfir útskýringar og umorðun. Þótt tala megi um tvær aðferðir eða tvö sjónarhorn við framsetningu tveggja mála orðabóka er ekki um afgerandi greinarmun að ræða; öllum tveggja mála orðabókum er vitaskuld ætlað að nýtast við margs konar notkunartilefni, og því eru takmörk fyrir þeirri athygli sem annað rnálið fær að njóta á kostnað hins. Ofuráhersla á viðfangsmálið getur þótt óeðlileg frá því sjónarmiði að þar sé farið inn á svið eins máls orðabóka. A móti má vísa til kannana á orðabókanotum sem benda til þess að margir grípi til tveggja mála orðabóka til glöggvunar og skilningsauka á atriðum sem þeir hafa gott vald á að kynna sér í eins máls orðabók (sjá Tomaszczyk 1983: 46). Vitaskuld ræður viðhorf höfundar eða ritstjóra mestu um þá stefnu sem orða- bækur taka að þessu leyti en ekki er fráleitt að liugsa sér að innbyrðis afstaða málanna tveggja hafi áhrif. Segja má að fyrra sjónarmiðið, með áherslu á rækilega greiningu viðfangsmálsins, eigi einmitt vel við íslenskar aðstæður þegar enska á í hlut með tilliti til þeirrar stöðu sem enska hefur sem nærtækasta og áleitnasta erlent mál í íslensku samfélagi. Síðari aðferðin hæfi hins vegar þeim sérstöku tengslum sem íslenskt mál og málsamfélag hafi við norræn mál og samfélög þeirra. Orðabókanotendum kæmi þó oft vel að eiga kost á livoru tveggja, geta valið þá tegund bókar sem best á við aðstæður hverju sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.