Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 48

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 48
26 Orð og tunga íslenzk heiti á því, sem á dönsku heitir einu nafni Hale. (Freysteinn Gunnarsson 1926: VII) Beint andspæni tökuorðs við upphafsorð sitt eða fyrirmynd er einnig ófýsi- legur kostur með tilliti til þess að lesendum skuli jafnan veitt sem verðmætust vitneskja. Frá því sjónarmiði getur alkunn tökuorðsmynd þótt lítils virði sem þýðingarorð þar sem gert er ráð fyrir því að lesendur vænti annars konar þýð- ingar eða beinlínis málfarslegrar leiðsagnar. Þar við bætist óskýr og hikandi afstaða til tökuorða almennt, m.a. til ritunar þeirra. Sú afstaða kemur m.a. fram í því að engin orðabók hefur verið samin sem tekur til tökuorða sérstaklega, gerir grein fyrir uppruna þeirra, stöðu þeirra í málinu, notkun og merkingu og veitir leiðsögn um íslensk samheiti þar sem það á við. Hér hefur orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar að vísu bætt verulega úr að því er upprunann varðar. En notkun slíkra orða eru lítil skil gerð í íslenskum orðabókum og hlutskipti margra þeirra að vera fordæmd eða sniðgengin. I erlend-íslenskum orðabókum hefur þessa viðhorfs löngum gætt. I Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Orlygs kveð- ur þó nokkuð við nýjan tón. Þar eiga tökumyndir allvíða aðild að þýðingunum, oftast til viðbótar eða stuðnings öðrum þýðingarorðum (sjá Jón Hilmar Jónsson 1985b). Krafan um sambærileika og jafngildi hvetur til þess að láta orð standast á við orð og reyna jafnan að finna þýðingarorð sem fellur sem allra best að þeirri merkingarlegu afmörkun sem gildir um viðfangsorðið. Þrátt fyrir alla viðleitni tekst þetta ekki nema að takmörkuðu leyti, a.m.k. að því er varðar mikinn hluta hins almenna orðaforða. Ekki þarf mikla þýðingareynslu til að gera sér grein fyrir margs konar misvísun, um leið og orð hefur tekið sér nýja stöðu er það farið að kalla á önnur og annars konar þýðingarorð. Því verður oft ekki undan því vikist að leiða fram hóp orða sem hvert eiga sinn rétt á sér en eru bundin ólíkum og misjafnlega þröngum aðstæðum. Ætla má að vitundin um þetta ýti hreinlega undir fjölorða þýðingar í orðabókum og veki það viðhorf að tryggara sé að láta ekki eitt orð duga um hvert afbrigði heldur nefna fleiri samheiti til sögunnar. Vettvangur orðmyndunar Það er því út af fyrir sig ekki markvert þótt víða séu fjölorða þýðingar og sam- heiti í erlend-íslenskum orðabókum. Það liggur að rniklu leyti í lilutarins eðli. En hér eru fleiri ástæður á ferðinni sem fremur eru bundnar viðhorfi íslenskra orðabókahöfunda til viðfangsefnis síns. Það leynir sér ekki að erlend-íslenskar orðabækur og orðasöfn eru einn helsti vettvangur íslenskrar orðmyndunar, þar sem erlend orð kveikja íslensk nýyrði og menn þreifa fyrir sér með mismunandi orðmyndunarleiðir. Öðrum þræði er tilgangurinn með slíkri nýyrðasmíð hagnýtur, menn sjá fyrir sér þörf málnotenda fyrir íslenskt orð um tiltekið liugtak sem erlent orð hefur jafnvel loðað við án þess að því hafi almennt verið unað í samfélaginu og geta gert sér raunhæfar vonir um að nýyrðið verði notað í málinu. Þetta á einkum við nýsmíði íðorða. En nýyrði í þýðingum þjóna ekki aðeins þessum hagnýta tilgangi. Þau eru einnig hugsuð sem vitnisburður um sjálfstæði þýðingamálsins gagnvart því máli sem það er borið að,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.