Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 49
Jón Hilmar Jónsson: Að snúa orðum á íslensku
27
styrk þess til að taka hverri áskorun og leysa hvern tjáningarvanda. Skýrt dæmi
um þessa afstöðu er orðabók sú sem kennd er við Jónas Jónasson frá Hrafnagili
og út kom undir heitinu Ný dönsk orðabók með íslenskum þýðingum árið 1896.
Sama gildir um dansk-íslenska orðabók Freysteins Gunnarssonar sem út kom
1926, enda er þar um að ræða aukna og breytta útgáfu á orðabók Jónasar.
Ummæli Björns Jónssonar í formála að orðabók Jónasar eru vitnisburður um
þetta:
En er til hinna íslenzku þýðinga kemr, þá hefir þar verið kostað
allmjög kapps um, að hafa þær bæði fjölbreytilegar og vandaðar. Því
það er að vorum dómi mestr kostr orðabókar, að þangað verði sem
sjaldnast í geitarhús farið ullar að leita, er snúa skal hinni útlendu
tungu orði til orðs snjallt og rétt á móðurmál sitt. Hins þarfnast miklu
færi, að leita stuðnings orðabókar til að fræðast um, hver hugmynd
felist í því og því útlendu orði; það er gott íslenzkt heiti á hlutunum
eða hugmyndunum, er þá vanhagar um. ...
... hafa þeir, sem að endrskoðun handritsins hafa unnið, búið til
æði-mikið af nýyrðum, ýmist um það, sem ekkert íslenzkt heiti hefir
áður haft, eða þá ekki nema mjög léleg eða lítt hæf, að dómi höf-
undanna. Þótti oss meðal annars brýna nauðsyn til bera, að bæta
úr þeim megin-annmarka á bók K.G., að þar er svo afar-víða hinum
útlendu orðum ekkert íslenzkt heiti valið, heldr að eins skýrt frá því
með mörgum orðum, stundum langri lýsingu, hvað við sé átt með því
eða því orði. (Björn Jónsson 1896: IV-V)
En orðabækurnar sjálfar tala skýrustu máli. Ljóst er að þessar tvær bækur
eru ekki svo mjög samdar með það fyrir augum að danska sé athugunarmálið,
notkunareinkennum dönsku orðanna eru gerð lítil skil, notkunardæmi eru frem-
ur fá og áhersla er lögð á orðafjölda umfram ítarleika í lýsingu hvers fyrir sig.
Og ekki eru þær sniðnar að þörfum þeirra sem nálgast vilja íslensku sem erlent
tungumál með stuðningi dönsku orðanna, því ekkert er til leiðsagnar um notagildi
og merkingarafmörkun einstakra þýðingarorða sem oft eru mörg saman gagnvart
dönsku orði. Greinilegt er að bækurnar höfða fyrst og fremst til Islendinga sem
hafa íslenskuna að athugunarmáli og þá einkum þeirra sem hafa góð tök á að
nýta sér dönskuna sem stuðningsmál við þá athugun. Segja má að metnaður
þessara tveggja verka sé fólginn í því að sýna fram á hvers íslenskur orðaforði og
íslensk orðmyndun sé megnug andspænis dönsku. Þetta kemur m.a. fram í því að
sjaldnast er skorast undan því að þýða beint og er þá stundum teygt á íslenskri
orðmyndun í því skyni að ná fram sambærileika við danska myndun. Eg tek sem
dæmi að í orðabók Freysteins Gunnarssonar eru þýðingarorðin við orðið forag-
ter „fyrirlítari“ („fyrirlítandi“ í orðabók Jónasar) og „smánari11. Orðið henvej er
þýtt með „þangaðleið“ í báðum bókunum og aabenhed m.a. með „opinleikur". I
orðabók Konráðs Gíslasonar er gætt mikillar varúðar í þessu efni. Foragter fær
þýðinguna „sá sem fyrirlítur e-ð“, henvej er skýrt með „leiðin þangað, leiðin að
heiman“, og fyrsti skýringarliðurinn við aabenhed er „það að vera opinn (götótt-
ur, gisinn)“. I sænsk-íslenskri orðabók Gösta Holms og Aðalsteins Davíðssonar
er iðulega látið nægja að tilgreina myndunarviðskeyti óhlutstæðs sagnarnafnorðs