Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 58

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 58
36 Orð og tunga 4. Erlend lán án aðlögunar Baldur hefur bent á að þótt hann hafi brugðið út af venju og notað orðið lán í þessu sambandi sé sú orðanotkun óheppileg því að hér er ekki verið að tala um eitthvað sem er fyrst fengið og síðan greitt eða afhent veitanda aftur. Orðanefndin hefur ekki lista yfir þessar aðferðir liggjandi á borðinu þegar verið er að leita að íðorðum. Við reynum einungis að finna það íðorð sem best hentar hverju sinni. En að sjálfsögðu má finna dæmi um notkun þeirra í Tölvu- orðasafninu að undanskilinni þeirri síðustu. Innlend lán fela í sér að orðum sem til eru í málinu er fengin ný merking. Þetta er kallað „terminologisering“ í nágrannamálum okkar og er mjög algeng aðferð. Baldur skiptir slíkum lántökum í tvennt, þ.e. í fyrsta lagi eru tekin orð úr almennu máli og í öðru lagi er reynt að vekja upp gleymd orð og gefa þeim nýtt hlutverk og þar með nýtt líf. Um hið fyrra eru mörg dæmi í Tölvuorðasafninu. Oft hafa ensku heitin orðið til á þennan hátt og íslensku heitin eru bein þýðing á þeim. Dæmi um þetta eru t.d. memory sem á íslensku heitir minni og printer sem á íslensku heitir prentari. Stundum er enska heitið „innlent lán“ í ensku, en ekki unnt að nota beina þýðingu á íslensku. Gott dæmi um þetta er enska heitið editor. Af einhverjum ástæðum hafa tölvunotendur ekki getað sætt sig við að kalla þetta þarfa verkfæri einfaldlega ritstjóra. Enska orðið key er dæmi um orð sem hefur fleiri en eina merkingu í tölvutækni. Auk þess eru fleiri ensk heiti, t.d. index, sem menn vilja gjarnan geta þýtt með orðinu lykill. Þess vegna lagði orðanefndin til að einn af þessum lyklum, þ.e. sá á lyklaborði eða hnappaborði, gæti heitið hnappur. I Tölvuorðasafninu er ekki mikið um gleymd eða hálfgleymd orð sem gefið hefur verið nýtt hlutverk:. Helsta dæmið er að sjálfsögðu orðið skjár. Við upp- haf sjónvarpsaldar á Islandi lagði Bergur Jónsson til að orðið skjár skyldi tekið upp sem heiti á ‘myndfleti myndlampa’ sem á ensku heitir screen. En merking orðsins skjár breyttist þegar til sögunnar komu útstöðvar þar sem myndlampar voru notaðir til birtingar gagna. Orðið skjár varð þá heiti á öllum kassanum sem myndlampinn var í og jafnvel á allri útstöðinni. Orðanefndin gerði það því að tillögu sinni að myndlampi í kassa ásamt ótilgreindum stýribúnaði yrði kallað- ur skjáald (heitir á ensku visual display unit eða monitor) og útstöð með myndlampa (visual display terminal) fengi lieitið skjástöð. Orðið skjástöð virðist vera töluvert notað en skjáald sést ekki oft og menn halda áfram að kalla kassann skjá. Önnur aðferð við myndun íðorða er nýmyndanir sem Baldur skiptir í þrennt, þ.e. afleiðslu, samsetningar og myndun nýstofna. í tölvuorðasafninu er sægur afleiddra og samsettra orða en mér vitanlega ekkert dæmi um að nýr stofn hafi verið myndaður. Afleidd orð geta verið margvísleg. Sem dæmi má nefna orðið gjörvi fyrir processor, myndað sem gerandnafn af sögninni að gera, og ritill fyrir editor, myndað af sögninni að rita. Lýsingarorð má mynda af nafnorðum, t.d. biðminnugur fyrir buffered, myndað af biðminni sem er þýðing á buffer, en biðminni er dæmi um samsett orð. Einnig er til örvóttur fyrir directed, myndað af ör. Orðanefndin hefur gert nokkuð að því að taka upp lítt notuð viðskeyti eins og -ildi og -ald (sbr. skjáald hér að framan). Frægasta og umdeildasta dæmið í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.