Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 71

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 71
Helga Jónsdóttir íslenskun forrita Inngangsorð I þessu erindi mun ég fjalla um íslenskun forrita og byggist umfjöllunin á reynslu minni af þýðingum forrita fyrir IBM undanfarin fimm ár. Þó að alls staðar sé gengið út frá þeim þýðingum nema annað sé tekið fram er líklegt að margt af því sem rætt verður um gildi almennt um forritaþýðingar. Helstu einkenni forritatexta Þýðingar forritatexta eru í aðalatriðum lítið frábrugðnar öðrum nytjaþýðing- um. Meginstofninn í slíkum textum eru leiðbeiningar sem eru áþekkar öðrum leiðbeiningum sem á vegi manna verða í daglegu lífi, svo sem leiðarvísum með tækjum eða mataruppskriftum svo að eitthvað sé nefnt. Sú almenna krafa gildir um slíkar leiðbeiningar éið þær séu skýrt fram settar og nákvæmar og eitt helsta einkenni þeirra er ópersónulegur stíll. I stórum dráttum má skipta forritatextum í þrjá aðalflokka: skjámyndir, boð og skýringar. • Skjámyndir eru textar sem birtast á skjánum, notanda til leiðbeiningar. Oft er brugðið upp nokkrum kostum sem notandi getur valið á milli. • Boð eru stuttir textar sem upplýsa notanda um gang verks á tölvunni, t.d. að aðgerð hafi heppnast eða eitthvað hafi farið úrskeiðis. • Skýringar eru textar sem notandi getur kallað fram á skjáinn til nánari útskýringar á boði eða skjámynd og til leiðbeiningar um aðgerðir. í grein í Orði og tungu 1 (Helga Jónsdóttir 1988) fjallaði ég um ýmis vandamál sem geta komið upp við þýðingar á textum af þessu tagi, og vísast til þeirrar greinar hér. Eg vil þó drepa á tvennt sem setur þýðendum skorður í textum sem þessum. Annars vegar er rými oft takmarkað (80 stafbil fyrir boð, eða 5 stafbil fyrir orð á skjámynd sem krefst 8 stafa). Hins vegar getur fallakerfi íslensku valdið þýðendum erfiðleikum. Það kemur t.d. fram í því að ekki er hægt að þýða ensku forsetningarnar to og from með til og frá ef ætlunin er að íslenska orðið sem fer á eftir forsetningunni standi í nefnifalli. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.