Orð og tunga - 01.06.1990, Page 72
50
Orð og tunga
Ég mun hér á eftir gera grein fyrir þeim aðstæðum sem þessar þýðingar eru
liáðar, hvernig þýðingarnar eru unnar, greina frá lielstu hjálpartækjum og loks
fjalla um ýmis atriði sem geta skipt sköpum um það hvernig til tekst að íslenska
forritin.
Aðstæður við þýðingarnar
Orar breytingar í tölvutækni er líklega sá þáttur sem hefur mest áhrif á vinnu-
brögð við þýðingar forrita. Hér verður ekki reynt að skilgreina markaðsöflin sem
þarna eru að verki. Við þýðendum blasir sú staðreynd að forrit úreldast fljótt og
því verður þýðingin að taka sem skemmstan tíma svo að forritið komist sem fyrst
á markað. Frumþýðing verður að ganga hratt fyrir sig og sömuleiðis breytingar
og lagfæringar á eldri texta. Þarna kemur auðvitað sjálf tölvutæknin að góðum
notum.
Ef þýða þarf stórt forrit á skömmum tíma er best að vinna verkið í hópvinnu.
Slík vinna krefst ákveðins skipulags og samtaka þýðenda. Kostir hópvinnunnar
eru ekki einungis fólgnir í miklum afköstum í hlutfalli við stærð hópsins. Ekki
er minna um vert að hópvinna tryggir samráð og sameiginlega aðild að lausn
þeirra vandamála sem við er að glíma. Frá sjónarmiði þess sem stjórnar og
skipuleggur starfið er gott að geta leitað til margra um ráð og leiðbeiningar,
yfirlestur og annan frágang. Þegar frá líður og þýðendahópurinn er orðinn sam-
stilltur er síst meiri hætta á ósamræmi í orðaforða og stíl en ef einn þýðandi
ætti í hlut því sá sem vinnur einn nýtur ekki þess eftirlits sem hópvinnan fel-
ur í sér. En þegar kemur að lokafrágangi eru hópvinnunni vitaskuld takmörk
sett því ljóst þarf að vera hverjir bera ábyrgð á endanlegri gerð þýðingarinn-
ar.
Endurskoðun á nýjum útgáfum og sendingum
Með útgáfu er átt við sjálfstæða gerð forrits. Hver útgáfa er seld sérstaklega eða
afhent áskrifendum samkvæmt samningi. Hugtakið sending á við nýjar gerð-
ir textans sem þýðendur fá sendar á þýðingartímanum. Þýðendur geta þannig
t.d. fengið texta einnar útgáfu afhentan í þremur, fimm eða tíu sendingum.
Mikil vinna fer í endurskoðun á nýjum útgáfum og sendingum. Skýringin er
sú að þegar þýðingin hefst er textinn í rauninni ekki fullfrágenginn frá hendi
höfunda. Yfirleitt reyna forritahöfundar að hafa þann hátt á að skila frekar
fáum fullfrágengnum textahlutum en mörgum ófrágengnum. Þó getur alltaf þ-
urft að breyta atriðum í texta sem talist hefur fullfrágenginn. Höfundar for-
rita eru háðir áætlunum um skiladag og kemur það stundum niður á textan-
um.
Eins og gefur að skilja eykur það vanda þýðandans að geta ekki treyst frum-
textanum til fulls. Þegar um ný forrit er að ræða getur vantað nokkuð upp á að
textinn sé fullfrágenginn en í endurskoðuðum útgáfum eru slíkir ágallar sjald-
gæfir. I hverri sendingu eru lagfærðir hnökrar á orðalagi og leiðréttar villur sem