Orð og tunga - 01.06.1990, Side 78

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 78
56 Orð og tunga Dictionary ÍA~h Z V 1 Mynd 4: Teikn sem sýnir orðasafn (stækkað). í, skjánum, rétt eins og það er tengt útvarpi þegar það er notað á útvarpstæki. Þetta virðist mun vænlegri kostur en bókstafsþýðingin „útvarpshnappur11 sem eitthvað mun hafa breiðst út hjá notendum OS/2 stýrikerfisins. Þetta dæmi sýnir að einföld sjónræn eða áþreifanleg fyrirbæri sem flestir geta tileinkað sér, óháð tungumálum, þarf oft að hugsa upp á nýtt þegar farið er að lýsa þeim með texta á nýju tungumáli. Gera verður ráð fyrir að notkun orðsins radio button í Bandaríkjunum helgist af því að hugtakið sé mönnum tamt þar, þannig að þeir sjái strax líkinguna. Hins vegar virðist fyrirbærið ekki njóta sama kunnugleika á Islandi. Myndefni og málvitund í Skrifstofusýn/2 er að sjálfsögðu unnt að leita vélrænt að ritvillum í texta. Til þess er notað orðasafn um viðkomandi tungumál. Notendur geta valið sér orðasafn og á þann kost er bent með teikni. Teiknið er bók sem á eru letraðir stafirnir A og Z (sbr. mynd 4). Stafirnir A og Z eiga auðvitað í sameiningu að vísa til stafrófsins í heild. Því miður vísa þeir ekki sem nákvæmast til íslenska stafrófsins; það endar sem kunnugt er á ö. Hægt er að breyta teikninu, en með því væri hið alþjóðlega gildi þess ekki lengur fyrir hendi. Til að koma til móts við sérstöðu einstakra tungumála þyrfti annaðhvort að búa til nýtt teikn óháð einstökum stöfum eða leyfa breytingar á stöfum þar sem það ætti við. íslenskir staðlar og reglur Við þýðingar á forritum þarf oft að breyta ýmsum atriðum til samræmis við staðla eða hefðir viðkomandi lands. T.d. þarf að tilgreina pappírsstaðal í rit- vinnslukerfum, dagsetningarsnið, snið tímasetningar og tugabrotstákn og þús- undaskiltákn. Ymis sjálfgildi í forritum (gildi sem eru fyrirfram ákveðin og notuð í forriti ef ekkert annað er valið) eru á valdi þýðenda, þó að varla sé hægt að

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.