Orð og tunga - 01.06.1990, Side 94

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 94
72 Orð og tunga Að baki þýðingatextunum eru geysilega umfangsmikil forrit sem mikill fjöldi forritara hefur unnið að. Einstök forrit geta verið 5-10 sinnum stærri í línum talið en sá þýðingatexti sem þau eiga við. Stærstu kerfin sem þýdd hafa verið hérlendis eru gerð úr forritum sem eru um og yfir milljón línur að lengd, og þúsundir manna hafa unnið að gerð þeirra. Er líður að því að fyrsti hluti nýs texta sé afhentur til þýðinga upphefst nokk- ur eftirvænting og viðbúnaður í herbúðum þýðenda. Stundum er eldri verkefnum ekki alveg lokið og verður þá að gera gangskör að því að ljúka þeim, ganga frá gögnum til sendingar til framleiðenda og gera þau aðgengileg til síðari nota. Þá þarf að taka til á diskum tölvanna, rýma til fyrir nýjum gögnum. Venjan er að þýðingastöð fái sendan orðalista með mikilvægustu liugtökum í textanum áður en textinn berst í samfelldu máli. Orðalistanum fylgja skýringar svo að hægt er að hefjast handa við þýðingar á einstölcum orðum og ryðja þar með brautina fyrir þýðinguna á sjálfum textanum. Loks kemur textinn og þá er tekið til við hið eiginlega þýðingarstarf. Textinn kemur jafnan í nokkrum hlutum eða sendingum á þýðingartímanum. Er þá ekki aðeins um að ræða viðbætur heldur geta einnig komið fram breytingar á texta sem búið er að þýða. Því getur þurft að endurskoða fyrri þýðingu og fella nýja búta að því sem eldra er. Með vissu millibili athuga framleiðendur hvernig þýðingum miðar og hvort áætlanir standist. IBM hefur þá venju að markaðssetja vöru sína í beinu fram- kaldi af sérstakri frumkynningu þar sem varan er sýnd almenningi í fyrsta sinn. Slík frumkynning er undirbúin með góðum fyrirvara og verða þýðingastöðvarnar að taka mið af því. Að þýðingu lokinni þarf að byggja forritið, en í því felst að steypa saman hinu upphaflega forriti framleiðandans og þýðingartextanum. Þetta verk annast kerfisfræðingar og fer það yfirleitt fram á rannsóknarstofu, en fyrir kemur að þýðingastöðvunum er falið að sjá um byggingu forrita. T.d. fól rannsóknarstofan í Rochester þýðingastöðvunum að byggja forritin í AS/400 tölvunni. Það verk tók u.þ.b. viku fyrir fyrstu útgáfu með því að unnið var dag og nótt. Þegar byggingu lýkur er framleiðslunni komið fyrir í sínu endanlega geymslu- formi, á segulbandi eða seguldiski. SPC í Kaupmannahöfn sér um framleiðslu og pökkun fyrir IBM á Islandi. Einn pakki er sendur til Islands til prófunar og kerfið sett upp einu sinni enn. Nú ríður á að allt sé rétt, að þýðing og bygging hafi tekist vel. Sé svo má gefa SPC grænt ljós um fjöldaframleiðslu. 6 SAA skrifstofukerfm Hjá IBM á íslandi hefur einkum verið lögð áhersla á að þýða fyrir almenna tölvu- notendur, sem eiga það sammerkt með ökumönnum að þeir skyggnast sjaldan undir vélarhlífina. Til þess eru kerfisfræðingar, forritarar, tölvunarfræðingar og tæknimenn. Svo að líkingunni við farartækin sé haldið kynnast notendur ólíkum tölvugerðum á líkan hátt og sumir venjast því að aka vélhjólum, aðrir fólksbif- reiðum, enn aðrir strætisvögnum o.s.frv.

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.