Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 158
Stærri skipsskrúfur
spara gríðarlega orku
Það er auðvelt að sýna fram á að hægt að spara gífurlegar upphæðir í olíukaupum með því að stækka
skrúfur fiskiskipaflotans og draga úr snún-
ingshraða. Ég hef hamrað á þessu í fjölda-
mörg ár við takmarkaðar undirtektir. Stað-
reyndin er sú að um 80% af allri orkunotk-
un skipsins fer í að knýja skrúfuna en út-
reikningar okkar og mælingar sýna að
fimm metra skrúfan er á bilinu 30-40%
sparneytnari en þriggja metra skrúfa,“
segir Sævar M. Birgisson, skipatæknifræð-
ingur hjá Skipasýn. Nú er verið að leggja
lokahönd á smíði tveggja skipa fyrir
Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal en
þau eru bæði hönnuð af Skipasýn.
Lítil framþróun í gangi
„Hverju sem er um að kenna þá hefur
mjög lítill árangur náðst hjá skipaflotanum
í að spara orku þrátt fyrir háværar kröfur
alþjóðasamfélagsins um að við drögum úr
orkusóun og tökum meira tillit til náttúr-
unnar. Flugvélar nota t.d. um 50% minna
eldsneyti í dag en fyrir 40 árum en við er-
um enn að brenna jafn mikilli olíu á fiski-
skipunum og við gerðum fyrir áratugum.
Hér þarf að verða hugarfarsbreyting,“ seg-
ir Sævar.
Skipasýn ehf. var stofnað árið 1986 en
fyrirtækið hefur sérhæft sig í hönnun á
fiskiskipum, breytingum og endurbygg-
ingu skipa. Hefur Skipasýn haft með
höndum fjölmörg nýsmíðaverkefni á liðn-
um árum og á m.a. ráðandi hlut í sam-
starfsfyrirtækinu ShipCon í GDansk í Pól-
landi sem er umsvifamikið þegar kemur
að hönnun nýrra skipa og endurbótum á
eldri.
Þessi hugmynd að stækka skrúfu skips-
ins er ekki ný af nálinni að sögn Sævars
enda var gripið til hennar í olíukreppunni
á 8. áratugnum þar sem vitað
var að stærri skrúfa
myndi skila mun betri
eldsneytisnýtingu.
Hann bætir við að
stærri skrúfa skagi lengra niður en þær
minni og því verði að huga að dýpi í höfn-
um en í langflestum þeirra sé þetta ekkert
vandamál. Við spyrjum Sævar hvers
vegna ekki sé búið að koma svona orku-
sparandi búnaði fyrir í öllum togskipum
flotans?
„Framleiðendur búnaðarins hafa ráðið
ferðinni allt of mikið. Flestar díselvélar í
okkar togskipaflota eru 1.000 til 5.000 KW
og snúast 750 til 1.000 snúninga á mínútu.
Tiltölulega auðvelt er að ná snúningshraða
á skrúfunni niður í 150-200 snúninga en
til að ná enn betri nýtni á skrúfuna þarf að
ná snúningshraðanum niður í helst 60-70
snúninga. Þetta er ekki tæknilega flókið en
kostar aðeins meira því m.a. þarf 2ja þrepa
gírbúnað til að ná þessum árangri. Þarna
er við ákveðin tregðulögmál og vana hjá
framleiðendum að ræða og þeim hefur
einhvern veginn tekist að sannfæra út-
gerðirnar um að þetta skipti ekki miklu
máli. Með aukinni umhverfis-
vitund og kröfu um
orkusparnað hafa augu manna opnast fyr-
ir kostum þessarar tækni,“ segir Sævar.
Íslensk orka fyrir flotann?
Sævar og félagar hjá Skipasýn hafa lengi
reynt að stuðla að auknum orkusparnaði
við hönnun sinna skipa og hafa verið í far-
arbroddi á því sviði. Sævar nefnir annað
spennandi dæmi í þessum efnum sem
snýst um tilraunaverkefni um að knýja ís-
lenskan línubát með metanoli en það
verkefni er á byrjunarstigi. „Við komum að
þessu með nokkrum öðrum fyrirtækjum
og ef þetta gengur vel opnast möguleikar á
því að knýja stóran hluta íslenska fiski-
skipaflotans með innlendum orkugjafa
sem að auki væri stórt innlegg í þá kolefn-
isjöfnum sem okkur er gert að taka þátt í.
Vonandi verður hægt að segja frá þessu
verkefni síðar,“ segir Sævar hjá Skipasýn
að lokum.
Sævar Birgisson,
framkvæmdastjóri t.h.
og Birgir Sævarsson,
verkefnastjóri hjá Skipasýn.
Þrívíddarteikning af 95 m löngum frystitogara sem Skipasýn hefur hannað fyrir rúss-
neskan viðskiptavin. Á þessu skipi er gert ráð fyrir tveimur skrúfum, 5 m í þvermál.
skipasyn.is
158