Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 23
15
Þá skilgreina lögin lágmarkskröfur um menntun héraðsráðunauta og ráðunauta B.í.
Nú starfa 14 ráðunautar hjá Bændasamtökum íslands, á flestum sviðum búfjárræktar, í
jarðrækt og garðyrkju, landnýtingu og lífrænum búskap, byggingum og bútækni, hagfræði og
ferðaþjónustu.
Búnaðarsamböndin eru 15 með tæplega 40 héraðsráðunauta, en þar af eru sjö sambönd
með einn ráðunaut í starfi hvert.
Lítil skipuleg tengsl eru milli leiðbeiningaþjónustu, rannsókna og skóla landbúnaðarins.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins „skal annast eða hafa umsjón með öllum rannsóknum og
tilraunum á sviði landbúnaðarins, sem fé er veitt til á fjárlögum“ samkvæmt lögum um
rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965. Stjórn Bændasamtaka íslands (áður Búnaðar-
félags íslands) tilnefnir einn mann af þremur í stjórn stofnunarinnar og tvo fulltrúa í tólf
manna tilraunaráð.
Samkvæmt iögum um búnaðarfræðslu nr. 55/1978 tilnefna stjórnir búnaðarsambanda í
viðkomandi landshlutum ráðgefandi skólanefndir við bændaskólana.
Samráð og samstarf hlutaðeigandi stofnana er þó mun meira en lagafyrirmælin ein og
sér gefa tilefni til, sem helgast ekki síst af fámenni og innbyrðis kunnugleika starfsmanna, sem
sumir hverjir vinna fyrir fleiri en eina stofnun. Engu að síður stendur það eftir að starfsemin er
dreifð og á sumum sviðum veikburða. Rannsóknastarfsemin hefur stóraukist á síðari árum;
hún nær nú til mun fleiri þátta en fyrr, en hefur jafnframt verið að dreifast til fleiri og fleiri
aðila. Nú má telja a.m.k. níu stofnanir sem með einhverju móti, en mismunandi mikið, koma
að rannsóknum á sviði landbúnaðar og búvöruframleiðslu.
MARKMIÐ ENDURSKOÐUNAR OG BREYTINGA
Enginn vafi leikur á því að rannsóknir og leiðbeiningar hafa skilað miklum árangri á
undanförnum áratugum, en þó er full ástæða til að endurskoða kerfið og leita enn áhrifaríkari
leiða. Opinber framlög minnka og kröfur vaxa um hagræðingu og skilvirkara starf. Fagþjón-
ustan í heild er fámenn með fáa sérfræðinga á hverju sviði og við það verður skipulagið að
miðast.
Vaxandi krafa verður um einstaklingsleiðbeiningar á flestum sviðum búrekstrarins og
nægir þar að nefna áætlanagerð við áburðarnotkun, fóðrun, rekstrarráðgjöf o.s.frv. Þetta krefst
þess að búnaðarsamböndin geti veitt sérhæfða þjónustu.
Árið 1988 skilaði nefnd fimm manna undir formennsku Jóns Hólm Stefánssonar skýrslu
um skipan leiðbeiningaþjónustu, þar sem einnig var tekið á rannsóknum og menntun í land-
L