Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 24
16
búnaði. Hér er ekki svigrúm til að gera efni skýrslunnar sérstaklega skii; sumt af því sem
nefndin lagði tii, hefur þegar komið tii framkvæmda, en ýmislegt fleira í skýrslunni er í fullu
gildi og ástæða tii að gefa gaum.
Nefnd skólastjóra búnaðarskólanna undir forystu Egils Bjarnasonar starfaði á síðasta
kjörtímabili og skilaði tillögum um áherslur og uppbyggingu í starfi skólanna, verkaskipti og
samstarf þeirra í milli. Samningur ríkisvaldsins við Hólaskóla, sem gerður var sl. vor, byggir
m.a. á niðurstöðum hennar.
Síðastliðið haust skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að endurskoða fyrirkomulag
landbúnaðarrannsókna. Formaður B.í. á sæti í nefndinni og var honum falið af stjórn sam-
takanna „að beita sér fyrir því að endurskoðun sú sem hafin er, verði jafhframt látin beinast
að tengslum rannsókna, kennslu og leiðbeininga með því markmiði að samhœfa og styrkja
þessa starfsemi í þágu landbúnaðarins. Bœndasamtök Islands munu koma að slíku verki með
virkum hœtti“, eins og segir í bókun stjórnarinnar.
Samþykktin lýsir þeim skilningi stjórnarinnar að aílir þættir fagþjónustunnar eigi að
fléttast svo saman að ekki verði einn rakinn án tillits til hinna. Að mínu áliti hlýtur endur-
skoðunin að taka mið af eftirfarandi atriðum og niðurstaðan að ráðast af því, hvernig mönnum
sýnist að þeim verði heist náð fram;
- Tryggja þarf öflugt búnaðamám og endurmenntun starfandi bænda og fagmanna. Hér
kemur til álita spurningin um menntunarkröfur til þeirra sem hefja búskap.
- Auka þarf áhrif atvinnuvegarins á stefnumótun í rannsóknum og val rannsókna-
verkefna. Tilraunaráð landbúnaðarins nœr ekki þessum tilgangi, en fagráð búgreina
eru að mótast og gegna vaxandi hlutverki. Þá er mikilvœgt að atvinnugreinin hafi
yfir að ráða fjármagni, sem hún geti notað til að stýra rannsóknastarfinu.
- Skipulag rannsókna á að taka mið af því að þær efli háskólamenntun í landbúnaði, en
jafnframt á að stuðla að því að rnenn sæki háskólanám til annarra landa. Rannsókna-
þátturinn er ofveikur á Hvanneyri og ekki nógu markvisst samstarf milli Hvanneyrar
og Rala og annarra rannsóknaraðila.
- Samstarf rannsóknamanna og leiðbeinenda þarf að vera náið, annars vegar til að efla
þekkingu og skilning rannsóknamanna á viðfangsefnum og vandamálum atvinnu-
greinarinnar og hins vegar að tryggja það að árangur rannsóknanna komi sem fyrst og
best að notum. Hinn árlegi ráðunautafundur er ekki fullnægjandi og nokkuð vantar á
að eðlilegt samband og skilningur sé milli rannsóknamanna og ráðunauta.
- Nauðsynlegt er, a.m.k. á flestum sviðum, að hafa áfram yfirstjórn og samræmingu
leiðbeininga á landsvísu og efla þverfaglegt samstarf ráðunauta.
- Tryggja þarf öflug tengsl landsráðunauta við leiðbeinendur í héruðum og beint við
bændur.
- Bæta þarf skilyrði héraðsráðunauta til að sinna faglegum málefnum og viðhalda fag-
þekkingu sinni. ídag eru þeir margir að drukkna í stjórnsýslustörfum.
J