Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 25
17
Á AÐ BREYTA SKIPULAGI LEIÐBEININGA?
Það eru einkum þrír valkostir sem upp koma í umræðum um skipulag leiðbeiningaþjónustu:
1) Óbreytt kerfi, en skipulegra samráð/samstarf við skóla og rannsóknastofnanir.
2) Hver búgrein hafi sína rannsókna- og leiðbeiningamiðstöð, en þær séu vistaðar hjá
skóium eða búnaðarsamböndum, eftir því hvernig háttar til. T.d. liggur fyrir tiiiaga
um að leiðbeiningar í garðyrkju færist að Reykjum og þar verði jafnframt rannsókna-
miðstöð. Af sama toga eru hugmyndir um miðstöð hrossaræktar á Hólum, nautgripa-
og sauðfjárræktar á Hvanneyri, en að sama skapi mundi starfsemi færast frá Rala og
úr Bændahöll.
3) Komið verði upp einni rannsókna- og leiðbeiningastofnun landbúnaðarins með skipu-
lögðu samstarfi við skólana, einkum á háskólastigi.
Samhliða þessum hugmyndum er lítill ágreiningur um að stefna beri að samstarfi bún-
aðarsambanda um færri og öflugri leiðbeiningamiðstöðvar úti í héruðum.
Það sem skilur á miili leiða 1 og 2 er hvort mikilvægari sé áherslan á þverfaglegt sam-
starf eða samstarf rannsóknamanna og leiðbeininga í sömu grein.
Við þessu er ekki algilt svar, en skoðun mín er sú að það sé í eðli sínu röng stefna að
kljúfa fagþjónustuna upp eftir búgreinum, það verði bæði faglega veikara og fjárhagslega
óhagkvæmt. Rökin eru þessi helst:
- Ýmsar mikilvægar faggreinar verða ekki flokkaðar eftir búgreinum, s.s. jarðrækt, bú-
tækni, hagfræði, bókhald og rekstrarráðgjöf. Óskynsamlegt er að slíta þessar greinar
úr sambandi við aðra fagþjónustu, en fráleitt að hver búgrein fyrir sig byggi upp þjón-
ustu á öllum þessum sviðum.
- Grunnfög búfjárræktar, s.s. kynbóta- og fóðurfræði, ganga þvert á greinarnar, þótt
hverskonar sérhæfing innan þessara faga fari vaxandi. Sérfræðingar veita hver öðrum
stuðning við úrlausn verkefna, og mannfæðin veldur því að sami sérfræðingurinn
verður oft að þjóna fleiri búgreinum.
- í dag er rekið sameiginlegt og hagkvæmt kynbótaskýrsluhald og uppgjör fyrir ailar
þær búfjárgreinar, sem færa kynbótaskýrslur. Fræðiiegi grunnurinn er sá sami í öllum
greinunum; ekkert ynnist nema óhagræði af því að skipta þessu upp, en nauðsynlegt
er að ráðunautur í hverri búgrein tengist náið þessari starfsemi.
Að þessu sögðu kemur þó helst til álita að mínum dómi að færa alla fagþjónustu garð-
yrkjunnar að Reykjum, ef það er forsenda fyrir því að skapa þar það faglega umhverfi sem
menntun greinarinnar er nauðsyn á. Menn mega ekki njörfa sig niður í eitthvert allsherjar kerfí
ef sýnt þykir að annað fyrirkomulag henti einstökum greinum betur.
Þá er eftir spurningin hvort við eigum að styrkja samspil atvinnuvegarins, rannsókna og
leiðbeininga innan þess kerfis sem er, eða hvort huga beri að uppstokkun og samruna stofn-
ana.