Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 26
18
Hvað vinnst með því að sameina rannsóknir og leiðbeiningar í einni stofnun?
- Það á að stytta boðleiðina frá rannsóknum til bænda, efla gagnkvæman skilning og
traust innan fagþjónustunnar og auka áhrif bænda á verkefnaval.
- Það stuðlar að nýtingu ýmissa gagna, sem leiðbeiningaþjónustan safnar, í rannsókna-
starfinu, t.d. niðurstaðna úr kynbótaskýrsluhaldi.
- Það getur bætt nýtingu mannafla og sérfræðiþekkingar til sparnaðar eða aukinnar
þjónustu.
- Það býður upp á fjölbreyttara og líflegra starf með því að starfsfólk getur sinnt rann-
sóknum og ráðgjöf í breytilegum hiutföllum, eftir áhugasviði og hæfileikum hvers og
eins.
Er hœtta á að eitthvað tapist við sameiningu?
- Leiðbeiningaþjónustan lýtur nú alfarið stjórn bænda. Sameining við rannsóknir má
ekki verða tii þess að fjarlægja leiðbeiningarnar samtökum bænda og koma þeim
undir stjórn hins opinbera.
- Tryggja verður bein og öflug tengsl nýrrar stofnunar við búnaðarsamböndin, en viss
hætta getur verið á að forsvarsmönnum þeirra finnist fyrirfram hún vera þeim íjar-
lægari en BI.
- Sameining má ekki verða til þess að rýra það íjármagn sem starfsemin í heild hefur
nú tii umráða.
Ný stofnun
Það er að minni hyggju fyllilega tímabært að kanna kosti þess að sameina rannsóknir og leið-
beiningar í landbúnaði í einni stofnun, sem starfaði náið með og deildi verkum með búnaðar-
skóiunum, einkum búvísindadeildinni á Hvanneyri.
Stofnunin spannaði öll svið landbúnaðar, þ.m.t. landgræðslu og landnýtingu, skógrækt,
fiskeldi, fiskrækt og hlunnindanýtingu, hagfræði og nýsköpun í atvinnuiífi sveitanna. Hún yrði
deildskipt eftir fagsviðum, en jafnframt skipt í rannsóknasvið og ieiðbeiningasvið. Fyrirmynd
að nánara skipulagi er sjálfsagt að sækja til annarra landa.
Vel kemur til greina að stofnunin verði í sameign ríkisins og Bændasamtaka íslands og
rekin á sameiginlega ábyrgð þeirra samkvæmt samkomulagi um verkefni, íjármögnun og yfir-
stjórn.
Tryggja þarf tengsl við skólana, og kemur til greina í því sambandi að ein stjórn verði
sett yfir nýja stofnun og búnaðarháskóla á Hvanneyri. Þar verði vissum verkefnum fyrir
komið og starfsmannahald verði að hluta sameiginlegt, en samningar verði gerðir um ákveðin
verkefni við hina skólana, auk þess sem stofnunin starfræki tílraunastöðvar, eins og efni
standa til og þörf er á.
Fagráð móti stefnu, áherslur í rannsóknum og leiðbeiningum og verkefnaval. Eftir því
sem við á er æskiiegast að byggja á fagráðum búgreinanna, sem séu skipuð að meirihluta
bændum en með virkri aðild sérfræðinga.