Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 34
26
plöntutegundum. Það er hins vegar mikilvægt að draga úr brennslu á lífrænum orkugjöfum
vegna lofttegundanna sem berast út í andrúmsloftið eins og áður hefur verið getið. Það skiptir
því miklu að auka hlut orkugjafa sem ekki menga andrúmsloftið, eins og t.d. rafmagns og
sólarorku.
Siðfrœði
Það er sjálfsagt að huga að aðbúnaði fólks og búfjár. Fólk sem stundar landbúnað þarf að búa
við sæmandi aðstæður, vinnulega, félagslega og fjárhagslega. Enn fremur þarf búfé að fá gott
atlæti, bæði hvað varðar fóður og aðbúnað allan. Við þurfum einnig að sýna náttúrunni
virðingu og nærgætni og gæta hófs í breytingum á náttúrulegu umhverfi.
HVAÐ Á AÐ GERA Á ÍSLANDI?
Hér að framan hefur verið fjallað um þessi mál í víðu samhengi. Það er hins vegar mjög
breytilegt milli landa hvað vandinn er mikill og hvers eðlis hann er. Þau atriði sem nefnd voru
hér á undan snerta okkur þó öll á einhvern hátt og okkur ber að taka tillit til þeirra allra. fsland
er strjálbýlt land og landbúnaður ekki mjög stór atvinnuvegur og auk þess dreifður um stóran
hluta landsins. Mjög lítill hluti landsins er nýttur til ræktunar á einærum tegundum, stærsti
hlutinn er beitilönd og langlíf tún. Tap næringarefna á sér fyrst og fremst stað þegar ekki eru
virkar rætur í jarðveginum til að taka upp þau næringarefni sem losna úr lífrænum sam-
böndum. Af þessu má ætla að tap næringarefna út í umhverfið sé fremur lítið hér á landi og
það sem tapast þynnist fljótlega út vegna þess að áborið land er svo lítill hluti af flatarmáli
landsins. Þetta gæti þó verið vandamál á vissum stöðum. Dreifð byggð, blandaður búskapur
og ekki mjög stór í sniðum, og tiltölulega stórt land á hvern grip hentar því vel frá umhverfts-
sjónarmiðum. Hér eru hins vegar virk eldfjöll og fremur köld veðrátta. Þetta setur mark sitt á
þau vandamál sem hér er við að glíma, gróður getur verið viðkvæmur og jarðvegur fokgjarn.
Mikið land hefur blásið upp á liðnum öldum og er enn að blása.
En hvernig á að standa að málum til að árangur náist. Hér þarf samvinnu allra aðila sem
málið varðar, má þar nefna bóndann, sveitarfélagið, þjónustuaðila landbúnaðarins (inn-
flytjendur, dýralækna, ráðunauta, bændaskólana o.fl.), vinnslustöðvar, söluaðila, neytendur og
ríkisvaldið. Yfirvöld setja ákveðnar grunnreglur og markmið fyrir landbúnaðinn í heild sem
þessir aðilar í sameiningu vinna eftir. Allir þurfa að vera meðvitaðir um tilganginn og gagn-
semina og vilja leggja metnað í að ná árangri.
Líklega væri skynsamlegt að koma á fót vinnuhópi sem tæki saman öll atriði sem taka
þarl' tillit til og gæfi út leiðbeiningur um hvernig eigi að taka á hverjum þætti. í Skotlandi er