Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 37
29
og ókunnar slóðir. Veiðimenn dreifa t.d. blýi út í náttúruna. Þó það sé ekki mikið á ári hverju
þá safnast það upp á löngum tíma.
HVAÐA MÁLUM ER HELST ÁBÓTAVANT?
Þó svo að við þurfum að taka tillit til ailra þeirra þátta sem að ofan er getið er þörfin fyrir
úrbætur hér á landi mismikil eftir viðfangsefnum. Að mínu mati eru það einkum tveir efnis-
flokkar sem þurfa að hafa forgang á næstu árum, annars vegar beitar- og uppgræðslumál og
hins vegar eyðing sorps og annars úrgangs á sveitabýlum. Mikilvæg verkefni tengd því fyrr-
nefnda eru t.d. gróðurkortagerð og upplýsingaöflun um jarðveg og uppblástur, en að þessu
hvoru tveggja er unnið núna. Enn fremur stjórnun á beit hrossa og sauðfjár.
Hvað varðar hinn flokkinn þá er brýn þörf fyrir úrbætur. Það þarf að gera bændum kleift
að losna við heimilissorp og önnur úrgangsefni (rúlluplast, rafgeyma, oiíu, gamlar vélar, hræ
o.fl.) á þægilegan hátt. Það þarf að taka á vatns- og frárennslismálum um allt land eins og
verið er að gera á Suðurlandi. Það þarf einnig að stuðla að meiri snyrtimennsku í kringum
sveitabýli þó vissulega hafi töluvert verið gert, m.a. fyrir tilstilli búnaðarsambandanna.
I þriðja lagi mætti nefna að frekari rannsókna er þörf á því hvernig best verði farið með
búfjáráburð til að hann nýtist sem best sem áburður og mengi sem minnst (t.d. geymsla og
dreifingartími).
LOKAORÐ
I þessari grein er reynt að draga saman helstu atriði sem huga þarf að í landbúnaði til að
landið, ioftið og vötnin skaðist ekki af. Ástæðan fyrir því að við viljum taka tillit til um-
hverfisins í landbúnaði okkar er fyrst og fremst sú að við viljum skila landinu óskemmdu til
komandi kynslóða. Til að ná þeim markmiðum þurfum við að koma okkur upp virku ferli,
sem byggist á bestu þekkingu á hverjum tíma, og rnargir aðilar koma að. Þó svo að höfuð-
tilgangur slíkrar starfsemi sé að varðveita þessa auðlind okkar og bæta hana, er sjálfsagt að
nýta sér þetta starf við markaðssetningu á landbúnaðarvörum okkar erlendis og til að treysta
stöðu innlendrar framleiðslu hér á landi.
HEIMILDIR
Friðrik Pálmason, Gunnar S. Jónsson, Magnús Óskarsson og Þorsteinn Guðmundsson, 1989. Landbúnaðurinn og
umhverfið - Yfirlit um mengun umhverfis og afurða ásamt umfjöllun um nítur í jarðvegi og árvatni og um
mengun tengda fiskeldi. Ráðunautafundur 1989: 167-187.
Guðni Þorvaldsson. 1994. Landbúnaður og umhverfismál. Freyr90: 78-79.