Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 44
36
búrekstrarins strax í lífræna aðlögun og hinn hlutinn fái vistræna viðurkenningu, a.m.k. til að
byrja með.
NÝ REGLUGERÐ
Þann 29. janúar sl. gaf landbúnaðarráðuneytið út nýja reglugerð nr. 89/1996 um sértækt gæða-
stýrða íslenska landbúnaðarframleiðslu. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 67. gr.
laga nr. 124/1995 um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr.
99/1993, með síðari breytingum.
Hin nýja reglugerð tekur til hvers konar framleiðslu, vinnslu, flutninga, geymslu og
dreifingar á sértækt gæðastýrðum íslenskum landbúnaðarafurðum með áherslu á umhverfis-
vernd. í henni er lýst sértækri gæðastjórnun og eftirliti til að tryggja uppruna búfjár og nytja-
jurta þannig að afurðirnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til „vistrænna landbúnaðarafurða“,
þ.e. millistigs á milli almenns og lífræns landbúnaðar. Áhersla er lögð á lágmarks lyljanotkun,
bann gegn notkun hormóna eða annarra vaxtarhvetjandi efna í búfé og við ræktun nytjajurta sé
gætt hófs í notkun áburðar, lyfja og varnarefna. Jafnframt sé lögð áhersla á hreinleika og holl-
ustu afurða svo og verndun umhverfis með tilliti til mengunarvarna. Nánari ákvæði um fram-
leiðslu og afurð hverrar búgreinar skulu vera í viðaukum með reglugerðinni og birtast tveir
slíkir, þ.e. um sauðfjár- og geitfjárafurðir og um gras og grasafurðir. Þess er vænst að
fleiri viðaukar fylgi í kjölfarið áður um langt um líður, svo sem um garðyrkju- og gróðurhúsa-
afurðir og fleiri búfjárafurðir, þar með fiskeldisafurðir. Það fer að sjálfsögðu eftir áhuga í við-
komandi búgreinum.
Allar afurðir skulu merktar sérhverjum framleiðanda, sláturfénaður skal vera ein-
staklingsmerktur strax frá fæðingu og skal hver framleiðandi, afurðastöð og dreifingaraðili
sækja um viðurkenningu til viðkomandi búnaðarsambands. Eftirlitsaðilar eru búnaðarráðu-
nautar og dýralæknar sem hlotið hafa viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins og skulu þeir
annast úttekt á aðstöðu og búnaði í hverju tilviki. Landbúnaðarráðuneytið viðurkennir fram-
leiðsluna að fenginni umsögn eftirlitsaðila og heimilar notkun sérstaks vörumerkis. Þar skal
halda skrá yfir alla viðurkennda framleiðendur svo og vinnslu- og dreifingaraðila. Þeir skulu
greiða állan kostnað við úttekt, eftirlit og viðurkenningu. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar
geta varðað sviptingu réttar til að nota hið sérstaka vörumerki.