Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 49
41
EFTIRLIT
Nauðsynlegt er talið að hafa eftirlit með aðskotaefnum í sláturafurðum. Þetta hefur verið krafa
bandarískra heilbrigðisyfirvaida síðan 1984 að því er varðar innflutning á kjöti og sláturafurðum
til Bandaríkjanna og af hálfu ESB síðan 1987.
Hér á landi hefur yfirdýralæknir haft skipulegt, reglubundið eftirlit með aðskotaefnum í
sláturafurðum síðan 1989. Fyrstu mælingar á sláturafurðum á vegum yfirdýralæknis voru gerðar
1974 en þá voru mæld klórkolefnissambönd í mör sláturlamba og síðar í mör fullorðins fjár.
Þetta var gert til að kanna hvort leifar af baðlyfi fyndust í afurðunum eftir þrifabaðanir þar sem
notað var Gammatox baðlyf. Upp úr 1981 voru gerðar mælingar á magni blýs og kadmíum í
lifur og kjöti lamba (5). Nú eru árlega gerðar sýnatökuáætlanir fyrir aðskotaefnamælingar í
sláturafurðum (1. tafla) og eru þessar áætlanir samþykktar af heilbrigðisyfirvöldum í Banda-
ríkjunum og hjá Evrópusambandinu. í þessum löndum eru slíkar áætlanir, mælingar samkvæmt
þeim og viðunandi niðurstöður úr mælingunum, skilyrði fyrir því að útflutningsleyfi fáist fyrir
sláturhús vegna þessara markaða. Héraðsdýralæknar hafa tekið sýnin, skráð þau og merkt sam-
kvæmt fyrirmælum yfirdýralæknis. Mælingarnar hafa undanfarin ár verið gerðar á þremur mis-
munandi rannsóknastofum. Sýklalyfjamælingarnar hafa verið framkvæmdar á Keldum, þung-
málmamælingarnar, og á síðasta ári einnig mæling á sníklalyfinu ivermektíni, á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins en allar aðrar mælingar í Helsinki í Finnlandi. í 2. töflu sést yfirlit yfir
hvaða efni hafa verið mæld, sýnafjöldinn í hverri dýrategund og í heild á tímabilinu 1989-1995.
Mælingar kosta umtalsverða fjármuni, eða nálægt 5,5 milljónum síðastliðið ár. Þá er ótalinn
kostnaður við skipulagningu, sýnatöku og sendingu sýnanna. Framleiðnisjóður landbúnaðarins
greiddi kostnaðinn við mælingarnar fyrstu 6 árin en nú hefur Eftirlitssjóður yfirdýralæknis tekið
við því hlutverki.
NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA
Við mat á niðurstöðum hefur verið stuðst við íslenska reglugerð um aðskotaefni í matvælum,
reglugerð um hámarksmagn dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. Áður en þessar
reglugerðir voru gefnar út var stuðst við erlendar reglur og þá helst viðmiðunarreglur Alþjóða
staðlaskrárráðsins (Codex alimentarius) og bandaríska, norska og sænska staðla.
Niðurstöður úr mælingum undanfarinna ára eru í stuttu máli þær að annað hvort hafa þau
efni, sem mæld hafa verið, verið undir greiningarmörkum eða gildin hafa verið langt undir
viðmiðunarmörkum. (Enn liggja ekki fyrir allar niðurstöður úr mælingum fyrir árið 1995).