Ráðunautafundur - 20.02.1996, Side 75
67
Til mælinga á ýmsum styrkeiginleikum girðingarefnis hefur verið hannað og smíðað
sérstakt mælitæki af starfsmönnum bútæknideildar. Það er með tölvutengdum kraftnema og
færslunema þannig að nákvæm tölvuskráning á sér stað á því sem fram fer í tækinu. Með
þessu tæki hafa m.a. þegar verið gerðar talsverðar mælingar á brot- og sveigjuþoli staura, og
verður þeim haldið áfram.
Mælingar hafa verið gerðar á ieiðni staura og vatnsgleypni, og gerðar tilraunir með það
hvort samhengi sé á milli þyngingar staura við það að liggja í bleyti og breytinga á leiðni.
Þessar athuganir eru skammt á veg komnar og aðferðin hefur ekki verið að fullu skilgreind.
Vírar
Slitþoi rafgirðingavíra og teygni er hægt að mæla í mælitækinu og jafnframt styrk mismun-
andi hnúta og samsetninga. Tæringarþol, þunga og þykkt húðar vírsins þarf líka helst að vera
hægt að mæia, en ekki hefur enn unnist tími til að líta á þau mál, eða kanna hvaða aðferðum
aðrir hafa beitt við slíkar athuganir.
Annað efni
Sem dæmi um annað efni sem þarf að athuga má nefna; strekkjara, einangrara, samsetningar-
tengi, snjógorma, gormhlið, víraklemmur og vírsplitti. Flestar athuganir á styrk, slit- og brot-
þoli þessa efnis er hægt að gera með áðurnefndu mælitæki sem smíðað hefur verið á bútækni-
deild. Meðal þess sem komið hefur til skoðunar má nefna íslenska stauraeinangrara sem
framleiddir eru úr endurunnu plasti, og er lögun þeirra þannig að hún á að koma í veg fyrir að
það myndist vatnstaumur á milli vírs og staurs í rigningum, eins og stundum vill gerast.
Síðastliðið haust barst bútæknideild sérstakt rafmagnshlið sem er ætlað á heimreiðar í
stað ristahliða, og mun það spara ómældar fjárhæðir ef það reynist nothæft. Hliðið var sett upp
til reynslu í heimreiðinni á fjárræktarbúinu á Hesti, og notaður sérstakur hreyfiskynjari til að
fylgjast með umferð, en hann kveikti á myndbandstökuvél í hvert sinn sem einhver nálgaðist
hliðið, þannig að það sem fram fór var fest á filmu. Niðurstöður þessarar athugunar eru
nokkuð óljósar, þar sem svo virðist sem skepnur fari ekki yfir hliðið að eigin frumkvæði, en
hægt var að reka þær yfir það nánast fyrirstöðulaust.
LOKAORÐ
Þó að sýnt hafi verið fram á að kostnaður við uppsetningu rafgirðinga sé umtalsvert mikið
minni en kostnaður við uppsetningu svokallaðra hefðbundinna girðinga þá er mikilvægt að
átta sig á því að uppsetning og notkun rafgirðinga krefst nokkurar nákvæmni og undirstöðu-