Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 81
73
rof af völdum jökla og vatnsfalla. Hins vegar er það svo að í flestum tilfellum er erfitt að
greina á milli náttúrulegs og hraðaðs rofs, líka á íslandi, og það hefur í sjálfu sér ekki mikinn
tilgang í tengslum við kortlagningu, þar sem miðað er við að kortleggja jarðvegsrof en ekki
ástæður rofsins.
Aðferðir RALA og L.r við að kortleggja jarðvegsrof byggja á fjórum meginatriðum.
- Flokkun rofs í rofmyndir.
- Kvarða sem metur hve jarðvegsrof er mikið.
- Notkun gervihnattamynda sem grunnkort og hjálpartæki við kortlagningu.
- Notkun tölvuvæddra landupplýsingakerfa (LUK).
Aðferðum við kortlagninguna var lýst á Ráðunautafundi 1993 og nokkuð ítarlega í
Fjölriti RALA nr. 168 (Ólafur Arnalds o.fl. 1994).
Flokkun rofmynda (Ólafur Arnalds o.fl. 1992) er nauðsynlegur grunnur að kortlagning-
unni, því rof á íslandi er mjög margbreytilegt og oft vill það brenna við að menn einblíni á
fáar rofmyndir, t.d. rofabörð. Auk rofabarða eru rofmyndirnar áfoksgeirar (sandur gengur yfir
gróið land), skriður, vatnsrásir, rofdílar, rofdílar tengdir jarðsili og að auki hinar ýmsar gerðir
auðna, sem taldar eru sérstakar rofmyndir: melar, sandar, hraun, urðir í fjallshlíðum, sendnir
melar, sendin hraun og moldir.
Virkni rofsins er metin samkvæmt sérstökum rofkvarða sem er lagaður að hverri
rofmynd fyrir sig. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins hafa þegar
mótaða afstöðu til rofkvarðans og nýtingu lands til beitar. Rofkvarðinn er skilgreindur í 1.
töflu.
1. tafla. Rofkvarði og tillögur er varða beit.
0 Ekkert rof Engar tillögur
1 Lítið rof Engar tillögur
2 Nokkurt rof Aðgát
3 Talsvert rof Draga úr eða stjórna beit
4 Mikið rof Friðun
5 Mjög mikið rof Friðun
Rétt er að taka fram nokkur atriði er varða rofkvarðann til að forðast misskilning. Ekki
er hægt að nota rofkvarðann til að meta hversu erfitt eða dýrt það er að stöðva rof og ekki er
tekið tillit til hæðar yfir sjávarmáli eða ástands gróðursins sjálfs. Rofkvarðinn gefur heldur
ekki til kynna hvort rof sé að aukast eða minnka þegar kortlagt er, það getur aðeins tíminn leitt
í ljós. Ekki er tekið tillit til hvort land sé að gróa upp eða hnigna, t.d. á söndum, enda er það
yfirleitt mjög háð árferði.