Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 97
89
2. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. á Húsavík. Hlutafélag í eigu sveitarfélaga í Þing-
eyjasýslum og nokkurra fleiri aðila. Starfið fjármagnað með rekstrarframlögum frá
sveitarfélögum auk styrksins frá Byggðastofnun. Á Húsavík hefur lengst af verið einn
starfsmaður, en sem stendur eru þeir tveir, þar sem ráðinn hefur verið ferðamálafull-
trúi tímabundið. Starfssvæði félagsins eru báðar Þingeyjasýslur að frátaldri austur-
strönd Eyjafjarðar og Hálshreppi í Fnjóskadal.
3. Atvinnuþróunarfélag Austurlands hf. á Seyðisfirði. Á Austurlandi er rekin atvinnu-
þróunarsjóður ásamt atvinnuþróunarfélagi. Atvinnuþróunarsjóðurinn er alfarið í eigu
sveitarfélaganna og greiða þau til hans sem nemur 0,5% af föstum tekjum. Atvinnu-
þróunarfélagið sér um rekstur sjóðsins og stjórn félagsins er jafnframt stjórn sjóðsins.
Atvinnuþróunarfélagið er hins vegar fjármagnað af þeim sem í því eru, sveitarfél-
ögum, fjölda fyrirtækja og mörgum verkalýðsfélögum á svæðinu auk styrks frá
Byggðastofnun. Starfið hefur ekki verið samfellt. Nú er starfandi einn starfsmaður hjá
félaginu auk ritara.
4. Iðnráðgjafi Suðurlands á Selfossi. Á Suðurlandi er starfandi Iðnþróunarsjóður og
greiða sveitarfélögin til hans sem svarar 1% af föstum tekjum. Iðnráðgjafi er ráðinn
af samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi, en sjóðurinn greiðir samtökunum áætlaðan
rekstarkostnað iðnráðgjafa. Einnig er starfsemin styrkt af Byggðastofnun.
5. Markaðs- og atvinnuskrifstofa Suðurnesja í Reykjanesbæ (MOA). Á Reykjanesi var
þar til á síðasta ári starfrækt Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf., hlutafélag í eigu
sveitarfélaga á Reykjanesi. Ekki var full samstaða um reksturinn af hálfu eignaraðila
og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar hætti félagið starfsemi en stærsti eignaraðil-
inn, nýja sameinaða sveitarfélagið (Reyjanesbær), setti á stofn eigin atvinnuskrif-
stofu, þar sem nú eru 3 starfsmenn. Þessi skrifstofa hefur nú, auk annarra verkefna,
tekið við hlutverki AS og nær starfsemin nú til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Byggðastofnun styrkir einnig starfsemi MOA.
6. Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Hafði höfuðstöðvar í Borgarnesi um tíma og voru tveir
starfsmenn atvinnuráðgjafar Vesturlands alfarið staifsmenn samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, en þó með sjálfstæða stjórn. Nú hefur starfseminni verið skipt upp og er
einn starfsmaður starfandi á Akranesi I samvinnu við Akraneskaupstað (er í raun
starfsmaður bæjarins), annar starfar á Snæfellsnesi og hefur aðsetur á Grundarfirði. í
Borgarnesi er starfandi ráðgjafi í tæplega hálfu starfi. Hér eins og annars staðar er
starfið að stærstum hluta kostað af sveitarfélögunum, auk styrksins frá Byggða-
stofnun. Starfsemin á Vesturlandi er í endurskoðun.
7. Atvinnuráðgjafi Vestfjarða á ísafirði. Á Vestfjörðum var ráðinn ráðgjafi til starfa
sumarið 1995 á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða, en þar hafði engin starfsemi
af þessu tagi verið áður á vegum sveitarfélaganna. Á vegum Byggðastofnunar starfaði
þó atvinnuráðgjafi á Vestfjörðum á árunum 1990-1994, en nú hafa sveitarfélögin
tekið við þeirri starfsemi. Ekkert atvinnuþróunarfélag er starfandi á Vestfjörðum, en
þar hafa verið uppi hugmyndir um stofnun slíks félags. Byggðastofnun styrkir rekstur
atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum.
8. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra á Blönduósi. Félagið er í eigu sveitarfélaganna á
Norðurlandi vestra og greiða þau til þess rekstarframlag sem er 0,5% af föstum
tekjum. Hjá félaginu starfar einn starfsmaður. Starfssvæði félagsins er í raun allt NL-
vestra. Félagið nýtur rekstrarstyrks frá Byggðastofnun.
Auk ofantaldra atvinnuþróunarfélaga má telja staðbundnari félög eins og Hagfélagið ehf.
á Hvammstanga og Iðnþróunarfélag Kópavogs. Eins hafa verið í gangi víða um land átaks-