Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 102
94
sveitarfélögunum fjórum gengu út á landbúnað með einhverjum hætti. Þá var einboðið að leita
til búnaðarráðunautanna á svæðinu, því þeir hafa sérþekkingu á landbúnaði. Þekking þeirra á
landbúnaðarmálum og aðstæðum í dreifbýli geta nýst mjög vel við nýsköpun í atvinnulífi
dreifbýlisins. Samvinna aðila eins og atvinnuráðgjafa og ráðunauta landbúnaðarins er því
sjálfsögð og þörf. Margir atvinnuráðgjafar hafa góða reynslu af samvinnu við landbúnaðar-
geirann og hafa fjölmörg verkefni í atvinnumálum í dreifbýlinu notið fjárhagsstuðnings úr
sjóðum lándbúnaðarins.
HVAÐ ÞARF TIL AÐ SETJA AF STAÐ NÝJAN ATVINNUREKSTUR?
Fyrirtæki er ekki eingöngu góð rekstrarhugmynd, húsnæði eða peningar. Það þarf góða
rekstrarhugmynd, húsnæði og peninga til að reka fyrirtæki, en jafnvel þó allt þetta sé til staðar
dugar það ekki til. Það þarf nefnilega fólk til viðbótar. Fólk sem hefur dugnað og þor til að
takast á við það stóra og vandasama verkefni að standa fyrir eigin atvinnurekstri og kann að
reka fyrirtæki. Félag eins og IFE getur því harla lítið gert ef við höfum ekki það sem mestu
máli skiptir við uppbyggingu nýs fyrirtækis, þ.e. frumkvöðulinn, einstaklinginn sem hefur
dugnað og þor til að setja fyrirtækið af stað.
Ekki þarf nema að líta á öll fyrirtækin sem lifa ekki af kynslóðaskipti til að sjá hversu
mikilvægt er að ná í rétta fólkið til starfa.
Þeirri staðreynd verður heldur ekki horft fram hjá að í atvinnumálum sést sama þróunin
allsstaðar, fækkun í fumvinnslugreinunum og fjölgun í þjónustu, þetta á við um öll lönd og er
ekkert sér íslenskt fyrirbrigði.
Þjónustan hefur verið að taka til sín stöðugt vaxandi hluta vinnuaflsins. Þjónusta sem að
stærstum hluta byggir á sérþekkingu. Til að koma á fót nýjum atvinnurekstri í dreifbýlinu þarf
að byggja á því sem fyrir er að hluta til en einnig að yfirfæra þekkingu til þeirra sem eru að
fara af stað með nýjungar. Framtíðaratvinnugreinar eins og ferðaþjónusta, íjarskipti og hug-
búnaðargerð eiga góða möguleika í dreifbýli, en styðja þarf við bakið á aðilum sem vinna að
uppbyggingu slíkra mála eins og annarra. Landbúnaðarráðgjöfin og atvinnuráðgjafar eiga alla
möguleika á að koma saman að slíkum málum, sem mun styrkja báða aðila í sínum störfum,
auk þess sem vinna og fjármagn nýtist betur.
NIÐURLAG
Hér að framan hefur verið fjallað um starfsemi atvinnuráðgjafa á Islandi. Oft hefur verið talað
um að atvinnuráðgjafar og sú starfsemi sem þeir standa fyrir sé huldustarfsemi sem sjaldan
njóti athygli íjölmiðla og almennings, enda viti fáir um tilvist þeirra. Á hitt ber einnig að líta