Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 105
97
dúkinn. Þegar dúkurinn blotnar og sterkir vindar blása skemmast plönturnar mest. Litlar,
vanþroskaðar, ný gróðursettar plöntur þola trefjadúk illa.
1. tafla. Samanburður á algengum gróðurhlífum úr glæru plasti og trefjadúk.
Eiginleikar Glært plast, 0,05 mm Trefjadúkur, 17 g/m2
Þyngd Einn fermetri vegur 46 g Einn fermetri vegur 17 g ef dúkurinn er þurr
Birta Um 90% Ijóss fer í gegnum plastið ef það er ekki döggvott Um 80% ljóss fer f gegnum dúkinn
Hámarkshiti Hiti getur orðið mjög mikill undir plasti og valdið tjóni nema það sé gatað Hiti getur orðið allmikill, þó minni en undir glæru plasti
Lágmarkshiti Mjög svipaður og á bersvæði í heið- skíru veðri, en aðeins meiri f skýjuðu (Rapp 1971) Mjög svipaður og á bersvæði
Þéttleiki Plastið er alveg þétt og vatn fer ekki í gegnum það nema það sé gatað Vatn fer án fyrirstöðu í gegnum dúkinn
Loftskipti Engin loftskipti fara fram í gegnum heilt plast Veruleg loftskipti fara fram í gegnum dúkinn
Geislar með stutta bylgjulengd fara mjög lítið í gegnum svart plast eða svartan trefjadúk.
Þess vegna hækkar hitinn lítið undir plastinu eða dúknum, en aftur á móti hitnar loftið næst
fyrir ofan gróðurhlífarnar töluvert (Samuelsen 1981). Svart plast eða svartur trefjadúkur henta
vel til að halda illgresi í skefjum, sérstaklega þegar ræktaðar eru fjölærar jurtir eins og jarðar-
ber. Ef plast eða trefjadúkur er haft undir matjurtum dregur það úr hættu á að uppskeran verði
óhrein. Sumir skaðvaldar orsaka meira tjón undir gróðurhlífum en á bersvæði, t.d. sniglar og
sumir myglusjúkdómar. Kái stenst aftur á móti betur svartrót undir gróðurhlífum en á ber-
svæði.
HITI UNDIR GRÓÐURHLÍFUM
Mælingar voru gerðar á hámarks- og lágmarkshita á bersvæði og undir gróðurhlífum. Til-
raunagarðurinn á Hvanneyri er innan skjólbeltis, þannig að hámarkshiti í garðinum getur orðið
hærri en á berangri, einkum þegar það er sterkur vindur í sólskyni. Ef það er heiðskírt og logn
að næturlagi myndast kuldapollur innan skjólbeltisins og hitastigið verður lægra en utan
beltisins. Aðeins eru birtar niðurstöður hitamælinganna í júlí, vegna þess að í öðrum mán-
uðum var verið að setja gróðurhlífar yfir plöntur eða að fjarlægja þær.
Meðalhiti í veðurathugunarskýli á Hvanneyri í júlímánuði 1985-1994 var 10,7°C.