Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 107
99
3. tafla. Uppskera og verðmæti gulrófna í tilraunum, sem gerðar voru 1986-1990.
Ræktunarstaður Uppskera, kg/m2 Verðmæti, kr./m2
A bersvæði 2,3 522
Undir plastbúri 2,9 658
Undir 17 g/m2 trefjadúk 2,9 658
I köldu plastgróðurhúsi 4,3 976
Verðið er miðað við verðskrá Ágætis frá því í september 1995 + 14% virðisaukaskattur.
Rófurnar úr gróðurhúsinu voru skemmdar af völdum snigla.
Höfuðkál
Sprettuhraði hvítkáls er mun meiri undir gróðurhlífum en á bersvæði. Seinvaxin afbrigði
mynduðu sæmileg höfuð inni í plastgróðurhúsi en þroskuðust ekki utan húss. Það er samt ólík-
legt að það borgi sig að rækta hvítkál í gróðurhúsum, m.a. vegna þess að höfuðin verða gisin
og lausvafin. Larsen (1987) telur að það eigi að fjarlægja trefjadúk, og þá væntanlega ekki
síður plast af höfuðkáli, áður en kálið fer að vefja sig, að öðrum kosti sé hætta á að það verði
laust í sér.
í athugunum sem stóðu í fjögur ár var borið saman að rækta rauðkál og blöðrukál á ber-
svæði eða undir trefjadúk. Rauðkálsstofninn Intro Fl, sem er fljótvaxinn, gaf aðeins 3% meiri
uppskeru undir trefjadúk en á bersvæði. Seinvaxið blöðrukál, Julius Fl, gaf 17% meiri upp-
skeru ef það var ræktað undir trefjadúk en það sem var á bersvæði.
Blómkál
í góðu árferði vex vel uppalið blómkál ágætlega á bersvæði. Það þolir illa hita og raka sem er
undir gróðurhlífum. Bjelland og Balvoll (1976) segja að við lágan hita myndi blómkál tiltölu-
lega fá blöð áður en að höfuðmyndun byrjar. Ef meðalhiti verður hærri en 22°C myndast engin
höfuð, aðeins blöð. Þetta er trúlega skýringin á því að plastgróðurhús henta ekki fyrir blómkál.
Niðurstöður úr athugunum, sem stóðu í 5 ár, með notkun gróðurhlífa í blómkálsrækt eru
sýndar í 4. töflu.
Verðið er miðað við verðskrá Ágætis frá því í september 1995 + 14% virðisaukaskattur.
f töflunni er ekki tekið tillit til flokkunar blómkálsins. Það sem ræktað var í plasthúsi
flokkaðist verst, aðeins 51% fór í 1. flokk. Af því sem ræktað var á bersvæði fór 77% í 1.
flokk. Hins vegar fór 90-91% af því sem var í plastbúrum og undir trefjaplasti í 1. flokk.