Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 109
101
ilia að nota trefjadúk, nema í upphafi sprettutímans í garðinum. Salatplöntur þola illa mikinn
hita og þess vegna verður að gæta þess vel að hafa næga loftræstingu í búrum eða húsum úr
plasti. Rétt er að geta þess að íssalat virtist þurfa 10-20% lengri vaxtartíma en smjörsalat. f 5.
töflu er ekki gerður greinamunur á smjörsalati, íssalati eða Bataviasalati.
5. tafla. Uppskera og verðmæti höfuðsalats í tilraunum, sem gerðar voru 1986-1990.
Ræktunarstaður Uppskera, kg/m2 Verðmæti, kr./m2
Á bersvæði 1,2 184
Undir plastbúri 2,2 339
Undir 17 g/m2 tretjadúk 2,0 308
í köldu plastgróðurhúsi 3,5 539
Verðið er miðað við verðskrá Ágætis frá því í september 1995 + 14% virðisaukaskattur.
í töflunni er ekki tekið tillit til flokkunar salatsins, en það sem ræktað var í plasthúsi
flokkaðist verst. Höfuðsalatið virtist þurfa 15-25% lengri vaxtartíma í plastbúrum en í óupp-
hituðum plastgróðurhúsum.
Gulrætur
Gulrætur eru hitakærar, þannig að venjulegar gerðir af gulrótum (Amsterdam og Nantes) gefa
ekki viðunandi uppskeru á bersvæði á Hvanneyri nema í góðum árum. Þess vegna er nauð-
synlegt að nota gróðurhlífar.
6. tafla. Uppskera og verðmæti gulróta í tilraunum, sem gerðar voru 1986 og 1987.
Ræktunarstaður Uppskera, kg/m2 Verðmæti, kr./m2
Á bersvæði 0,9 231
Undir plastbúri 1,5 386
Undir 17 g/m2 trefjadúk 2,3 591
í köldu plastgróðurhúsi 5,2 1334
Verðið er miðað við verðskrá Ágætis frá því í september 1995 + 14% virðisaukaskattur.
í töflunni er ekki tekið tillit til flokkunar á gulrótunum.
í norrænum rannsóknum hefur komið fram að gulrætur, sem ræktaðar voru undir plasti,
innhéldu meira af sykri og karotíni og voru bragðbetri en þær sem ræktaðar voru á bersvæði
(Balvoll o.fl. 1976). Bæði erlendar rannsóknir og athuganir sem gerðar hafa verið á Hvann-
eyri, benda til að gulrætur þoli vel nokkuð háan hita.