Ráðunautafundur - 20.02.1996, Side 117
109
því að mítillinn hafi verið hér á landi frá upphafí, en eitthvað í ytri skilyrðum, landnotum eða
veðurfari, hafi á seinni árum breyst honum í hag. Túnamítillinn dreifist mest með mold eða
plöntum en einnig fjúka eggin til og hann getur skriðið nokkuð um (Haug 1989).
í Norður-Noregi hafa verið taldir 14.800 mítlar á m2 (Haug 1989), 18.000 á Grænlandi
(Nielsen 1984) og í Japan 157.000 mítlar/m2 (Kanda og Hirai 1990). Túnamítillinn er kulda-
kær og lifir af sem egg heit og þurr sumur á suðlægari slóðum, en hér er hann sem egg yfír
veturinn og klekst út í maí, er lirfa í maí-júní, hefur tvö gyðlustig í júní og er fullvaxið dýr í
júní-júlí sem verpir eggjum. Á suðlægum slóðum koma fram tvær kynslóðir og hér á landi
hefur sést önnur kynslóð að hausti, en ekki í Grænlandi og í Noregi.
Tjón
Túnamítillinn skefur upp yfirhúð blaðanna til að komast að frumusafanum, sem hann sýgur í
sig ásamt grænukornunum, þannig að blöðin fá silfurlitaða áferð, slapa niður og sölna að
lokum. Áreiðanlega hafa menn oft kennt þurrki eða K-skorti um skemmdir af völdum túna-
mítilsins. Þetta veldur uppskerubresti og verði álagið of mikið geta grösin drepist. Mítillinn
fær dökkan lit af blaðgrænunni. Hann sést á öllum túngróðri, en veldur helst tjóni á vallar-
foxgrasi, þó sjaldan fyrstu tvö árin eftir ræktun, líklega vegna þess að stofninn þarf tíma til að
ná sér upp eftir jarðvinnsluna. Hann er mest áberandi í vallarfoxgrastúnum sem friðuð eru
fyrir vorbeit, líklega vegna þess að þar hefur hann meiri fæðu en í snöggbitnum túnum
(Bjarni E. Guðleifsson 1988a). Hann virðist einkum dafna á þurrlendari svæðum og ekki í
þéttum jarðvegi. Hérlendis er hann algengur á mela- og sandtúnum, en einnig á þurrum, lítið
þjöppuðum mýratúnum. Ef skilyrði eru honum óhagstæð skríður hann niður í jarðveginn og
bíður betri tíma. Hann er næturvirkur og forðast sólarljós og hrynur af grasinu við rok,
rigningu eða vökvun, en er oft mikilvirkur fyrst eftir regn (Nielsen 1984). Litlar upplýsingar
eru um það hve mikið hann getur rýrt uppskeruna, en í Grænlandi var áætlað að hún gæti
minnkað um helming (Nielsen 1984).
Islenskar rannsóknir
Fyrst var gerð úðunartilraun á Möðruvöllum árið 1980 og síðan 1987 hafa verið gerðar
talsverðar athuganir á fyrirbærinu þar. í ljós kemur að túnamítillinn fer mjög snemma vors á
stjá, um leið og efsta jarðvegslagið fer að hlýna. Hitamælingar vorið 1992 og 1993 sýndu að
mítlarnir hófust handa þegar hiti í 5 sm dýpt var kominn í um 10°C. Sumarið 1994 var síriti í
2,5 sm jarðvegsdýpt og sést á 2. mynd hvernig jarðvegshitinn hefur áhrif á mítlafjöldann,
sem nær hámarki í byrjun júlí.