Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 122
114
- Áburðai'skammtar: 400, 600 og 800 kg Græðir 8 (72, 108 og 144 kg N)
- Áburðartími: „Snemma", +1 vika, +2 vikur
- Sláttutími: „Snemma", +2 vikur, +4 vikur
Fyrsti áburðar- og sláttutímar tóku mið af því sem almennt gerðist í nágrenninu. en raun-
dagsetningar voru þessar:
Áburðartímar Sláttutímar (2.sl.innan sviga)
1991 23.5. 30.5. 6.6. 28.6.(21.8) 12.7.(5.9.) 26.7.(5.9.)
1992 14.5. 21.5. 28.5. 29.6.(17.8) 13.7.(31.8) 27.7.(22.9.)
1993 12.5. 20.5. 26.5. 1.7.(19.8.) 15.7.(23.9) 29.7.(23.9.)
Ekki eru notaðar eiginlegar blokkir en liðum skipt í blokkir til að einangra frjósemis-
mun þvert yfir tilraunirnar (milli skurða), en til þess er fórnað einhverjum þriggja þátta víxl-
hrifum. Önnur þriggja þátta víxlhrif og tveggja þátta víxlhrif nema línulegxlínuleg eru notuð
sem skekkja (Wishart og Sanders 1958). Skekkjan ætti þannig frekar að vera ofmetin en hitt.
Reynslutölur eru að þessi „skekkja" er af svipaðri stærðargráðu og almennt fínnst í vallar-
tilraunum. Breytileikastuðull (CV) var einstök ár á bilinu 5-7%, en í meðaluppskeru ára um 2-
6%.
Lítillega var sagt frá þessum tilraunum á Ráðunautafundi 1994 (Ríkharð Brynjólfsson
1994a). Til þeirra er einnig sóttur efniviður í erindi hér á fundinum (Björn Þorsteinsson o.fl.
1996) og aðalverkefni við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri (Lárus Pétursson 1995).
GRÓÐURFAR
Fyrsta árið sem tilraunirnar voru uppskornar var gróðurfari þeirra þannig lýst (Ríkharð Bryn-
jólfsson 1992):
„Língresistilraunin er með allblönduðum gróðri en þó er língresi ríkjandi grastegund,
eða með um 80% uppskeru. Aðrar tegundir eru einkum knjáliðagras og varpasveifgras. í snar-
rótartilrauninni er snarrót hvergi ríkjandi, en þó á víð og dreif um tilraunina. Mest ber á knjá-
liðagrasi og varpasveifgrasi auk nokkurs arfa. Aðrar tilraunir eru yfirgnæfandi þaktar þeirri
tegund sem sáð var. Þó er talsvert af lággróðri, einkum varpasveifgrasi innan um berings-
puntinn.“
Árin 1992 og 1993 eru umsagnir líkar, nema við snarrótartilraunina bætist: „Gróðurinn
er hið mesta óræsti, knjáliðagras og varpasveifgras eru mest áberandi ásamt skriðsóley og
arfa...“ og um beringspuntinn segir 1993: „Beringspunturinn er einnig mjög blandaður og
raunár kominn í minnihluta. Blöndunin er nær eingöngu vallarsveifgras sem líklega hefur fylgt
fræinu“, (Ríkharð Brynjólfsson 1993, 1994b).