Ráðunautafundur - 20.02.1996, Side 129
121
Próteinuppskera í þessum tiiraunum er mjög mikil; í tiiraunum á Korpu var próteinupp-
skera í 1. siætti 450-550 kg/ha (Hólmgeir Björnsson og Friðrik Pálmason 1994) og í annarri
tilraun á Hvanneyri var heildaruppskera vallarfoxgrass um 500 en beringspunts um 600 kg/ha
(Ríkharð Brynjólfsson 1990b).
STEINEFNAMAGN
Helstu steinefni voru mæld í uppskeru 1. sláttar. Hlutfall þeirra af þurrefni ásamt uppskeru
þeirra eru sýnd í 9. töflu. Tölurnar eru meðaltöl yfir alla liði og ár. Efnamagn fosfórs er mjög
svipað í öllum tegundum, þó ívið lægst í vallarfoxgrasinu. Kalsíum er mun lægra í vallarfox-
grasi og Lavang en öðrum tegundum og stofnum. Magnesíum er hátt í Lavang og língresi.
Munur Engmo og Korpu í kaiímagni er verulegur og öfugur við það sem kom fram með
prótein. Annars er kalímagn áberandi lægst í túnvingli. Natríum hefur trúlega litla hagræna
þýðingu, en munur tegunda og stofna er áhugaverður. Raud og Korpa hafa tvöfalt hærra inni-
hald en systurstofnarnir og jafnframt lægra kalímagn. Língresi og „snarrót“ hafa mjög hátt Na.
9. tafla. Hlutfall og uppskera steinet'na í 1. slætti.
Steinefni Engmo Korpa Fylking Lavang Leik Raud Leikvin Snarrót Ber.
Efnamagn í 1. slætti, Fosfór 0,23 % af þurrefni 0,24 0,28 0,28 0,25 0,26 0,30 0,29 0,26
Kalsíum 0.32 0,37 0,50 0,39 0,47 0,58 0,45 0,52 0,42
Magnesíum 0,15 0,16 0,20 0,24 0,18 0,19 0,26 0,19 0,17
Kalí 1,99 1,76 1,75 1,90 1,58 1,43 1,70 2,06 1,54
Natrfum 0,04 0,08 0,06 0,05 0,10 0,20 0,36 0,30 0,18
Uppskera steinefna í Fosfór 14,2 1. slætti, kg/ha 14,6 15,0 15,5 15,3 15,3 15,7 14,4 15,1
Kalsíum 20,5 22,5 27,2 21,8 30,0 35,7 24,1 26,0 24,2
Magnesíum 9,3 9,8 11,0 13,3 11,5 11,6 14,2 9,9 9,9
Kalí 123 107 92 105 98 87 90 103 87
Natríum 2.8 5,1 3,1 2,8 6,4 12,2 19,2 15,3 10,9
Áborinn fosfór er um 23 kg/ha en í 1. slætti allra tegunda og stofna eru fjarlægð um 15
kg. Má gera ráð fyrir að heildaruppskera sé nokkru minni en borið er á, nema við minnsta
skammt (15,6 kg P). Áburðarskammtar hafa lítil áhrif á fosfórtölurnar þó stærri skammtarnir
gefi að sjálfsögðu nokkru hærra hlurfall og uppskeru. Fosfórprósentan lækkar með seinkun
sláttar þannig að uppskera P í lok júlí er litlu hærri en í byrjun júlí. Þetta gildir nokkuð jafnt
um allar tegundir og stofna.
Um kalí er hins vegar að segja, eins og köfnunarefni, að með uppskeru er fjarlægt miklu
meira en sem nemur ábornu (72 kg/ha), og það þegar í 1. slætti. Áhrif skammta eru greinileg