Ráðunautafundur - 20.02.1996, Qupperneq 133
125
grasanna. Bufferhæfni er mælikvarði á það sýrumagn sem þarf til þess að breyta sýrustigi
heysins. Annar þáttur er hrápróteinmagn heysins. Sum N-sambönd auka bufferhæfni heysins,
auk þess sem mikið af N getur aukið hættu á próteinrofi (proteolysis), einkum af völdum
smjörsýrugerla. Loks má nefna að bufferhæfni heysins er jafnan talin vaxa með steinefna-
magni þess (Wooiford 1984). Ótalinn er þá sá efnaþáttur sem líklega ræður hvað mestu um
árangur gerjunarinnar, en það er vatnsmagn grasanna. Efnaskipti gerjunarinnar verða öll í
vatnsfasa. Miklu af plöntuvatni fylgir þörf fyrir umtalsverða súrmyndun eigi sýrustig heysins
að verða nægilega lágt. Hins vegar er oftast fremur auðvelt að hafa áhrif á vatnsmagn heysins
og þar með framvindu gerjunarinnar.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Með þeim hluta rannsóknarinnar sem hér verður greint frá skyldi kanna sykruefnasamsetningu
og hæfni fjögurra grastegunda til súrsunar á mismunandi þroskastigi. Þessar grastegundir voru
reyndar: vallarfoxgras, Korpa (Phleum pratense L.), vallarsveifgras, Fylking (Poa pratensis
L.), túnvingull, Leik (Festuca rubra L.), beringspuntur, Norcoast (Deschampsia beringensis).
Slegið var á þremur mismunandi þroskastigum: fyrsti sláttutíminn var um það leyti er ax-
puntur vallarfoxgrass tók að sjást; sá næsti var 14 dögum síðar og hinn síðasti 28 dögum síðar.
Skrið vallarfoxgrass, skilgreint með hefðbundnum hætti, féll því á milli 1. og 2. sláttutíma.
Heyið var verkað í smáílátum, 1 1 að rúmmáli. A þeim var gerjunarlás en ekki búnaður
fyrir afrennsli úr heyinu. A gerjunar- og geymslutíma voru ílátin höfð í myrku herbergi þar
sem hitastig var jafnan 15-20°C. Að nær sex mánuðum liðnum voru ílátin opnuð; árangur
verkunar metinn til einkunnar og heysýni tekin til ýmissa efnamælinga.
Þessar efnagreiningar voru gerðar: a) á fersku grasi: glúkósi, frúktósi, súkrósi, sterkja,
frúktanar, bundinn glúkósi (glúkanar), prótein, meltanleiki, þurrefni og bufferhæfni, b) eftir
gerjun: glúkósi, frúktósi, súkrósi, sterkja, frúktanar, bundinn glúkósi, prótein, ammoníak,
ethanol, edikssýra, mjólkursýra, þurrefni og pH.
Fryst sýni voru möluð í morteli í fljótandi köfnunarefni, þídd og hrist í eimuðu vatni við
viðeigandi hitastig og síuð, og glúkanar, frúktanar, glúkósi, frúktósi, súkrósi, ammoníak,
ethanol, edikssýra og mjólkursýra ákvörðuð ensímatískt (Boehringer Mannheim 1989).
Glúkan og frúktan voru skilgreindir sem frúktósa og glúkósa viðbót eftir súra hydrólysu sýna í
daufri brennisteinssýru (Steen og Larsson 1986). Sýni tekin til prófa á meltanleika, próteini,
steinefnum, bufferhæfni og pH voru greind eftir hefðbundnum aðferðum sem beitt er á