Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 134
126
efnarannsóknarstofu Hvanneyrarskólans (Þorsteinn Guðmundsson 1989, Mundell 1975, Min-
istiy of Agriculture and Food 1986).
Gæðaeinkunn var byggð á fimm stiga kvarða þar sem þrjú einkenni eru metin: lykt
(vegur 60%), litur (15%) og gerð (struktur) heysins (25%). Hæsta einkunn er 5.
NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR
Sykrur
Að magni og samsetningu eru sykrur í grösunum sem hér voru mæld, sambærilegar við
erlendar mæliniðurstöður á sömu tegundum úr tilraunum í svölu loftslagi (Chattertom o.fl.
1989), nema glúkanamagnið er gegnumgangandi minna í íslensku grösunum. Samband
sykranna við aðra þætti hráefnisins er yfirleitt óljóst nema að megin sykruforðaform grasanna,
frúktanar, aukast með þroska í öllum tegundunum fjórum (1. mynd). Athyglivert er hve
gerjunarferlarnir ganga nærri sykruforða votheysins, sérstaklega hjá beringspunti og túnvingli.
Frúktanar grasanna hafa mest áhrif á sykrumagnið eftir gerjun, sérstaklega frúktósa sem er
bein niðurbrotsafurð frá frúktan. Nokkur þáttbundinn og magnbundinn áramunur var á niður-
stöðum sykrumælinga enda er tíðarfar (sérstaklega hitastig) þekkt fyrir að hafa áhrif á sykru-
söfnun í grösum (Pontis 1989). Arferðismunur í magni leysanlegra sykra var 21-36%, og
fjölsykra (glúkana og frúktana) 47-63% eftir tegundum.
Arangur gerjunarinnar
Verkun heysins í öllum tilraunaliðum tókst þolanlega vel, enda bauð hráefnið vart upp á
annað. Sé fyrst vikið að gæðamatinu reyndist vallarfoxgrasið fá jafnhæsta einkunn, eða4,12. í
röð komu síðan vallarsveifgras 3,91, túnvingull 3,78 og beringspuntur 3,77.
Einkunnum bar dável saman við hinar mældu einkennisstærðir gerjunarinnar. Við mat á
árangri votheysgerjunar er jafnan mest lagt upp úr sýrustigi (pH) og mjólkursýrumagni heysins
en einnig er gætt að neikvæðum þáttum eins og edikssýru, smjörsýru og ammoníak-magni.
Svo sem vænta mátti var allsterk fylgni á milli þessara þátta í gagnasafninu. Auðveldar hún
túlkun niðurstaðnanna. Þannig eru í efniviðnum öllum mjög sterk tengsl sýrustigs við
mjólkursýrumagn votheysins (2. mynd) svo og ammoníak-magn þess. Rannsóknin staðfestir
því enn fyrri vitneskju um að sýrustig votheys sé sá gæðaþáttur sem einn og sér segir mest um
árangur gerjunarinnar.