Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 141
133
Gerjunarmunur á grastegundum
Eins og fram hefur komið var ekki um stórlegan mun grastegundanna að ræða hvað snerti
árangur verkunarinnar. Sjá má að súrsunin hefur verið hvað virkust í vallarfoxgrasinu; pH-tala
við gefið þurrkstig er þar sýnu lægst og mjólkursýrumyndunin hvað mest við hærri þurrk-
stigin. Súrmyndun í túnvinglinum reyndist hvað mest við lægri þurrkstigin. Sérstöðu vallar-
foxgrassins í þessu efni má sennilega rekja til eiginleika hráefnis og þá hvað helst til hagstæðs
hlutfalls á milli sykra og próteins:
- Vallarfoxgras 1,56 g sykrur/g hráprótein.
- Vallarsveifgras 1,15 g sykrur/g hráprótein.
- Túnvingull 1,24 g sykrur/g hráprótein.
- Beringspuntur 1,38 g sykrur/g hráprótein.
Hátt hlutfall ætti að öðru jöfnu að draga úr hættu á próteinrofi en próteinrof virðist hafa
verið ein helsta ástæðan fyrir því að verkun votheysins varð ekki alltaf eins og best var á
kosið. Grófleiki beringspunts, einkum á síðari þroskastigum, setur gerjunarhæfni hans nokkrar
skorður; þótt efnamagn hans sé ekki óhagstætt, reyndist erfitt að ná sömu þjöppun hans í
geymslu (kg þe./m3) grastegundanna.
í beringspunti var edikssýrumyndun hvað umfangsmest (blandgerjun), þó hann að sýru-
stigi og gæðaeinkunn stæði lítt að baki túnvingli og vallarsveifgrasi. í eldri samanburðar-
tilraunum á Hvanneyri stóð hann vallarfoxgrasi nokkuð að baki við verkun í rúllum, einkum
ef gras var síðslegið (Bjarni Guðmundsson 1991).
YFIRLIT
Gerð var rannsókn á gerjunarhæfni fjögurra grastegunda, vallarfoxgrass, vallarsveifgrass, tún-
vinguls og beringspunts. Grösin voru slegin á þremur mismunandi þroskastigum. Uppskeru-
árin voru þrjú. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar má draga saman þannig:
- Samband sykruinnihalds við aðra mælda þætti var yfirleitt óljóst, nema frúktanar uxu
með þroska grasanna.
- Sykruleif eftir gerjun fylgdi jákvætt gæðamati á votheyinu. Sama gilti um log(x) af
hlutfalli mjólkursýru og edikssýru.
- Enginn einn þáttur hafði ríkjandi áhrif á verkun heysins heldur virtist þar ráða sam-
spil margra þátta í fari hráefnisins. Jafnsterkust áhrif hafði þurrefni heysins við hirð-
ingu.
- Sýrustig heysins reyndist fremur alhliða mælikvarði á verkun votheysins.
- Grösin má kalla afar gott hráefni til votheysgerðar; bufferhæfnin var minni en getið
er í erlendum heimildum og sykrumagnið vel yfir því lágmarki sem þar talið er þurfa
til árangursríkrar gerjunar.
- Með vaxandi þroska grasanna virtist gerjun heysins verða hreinsúrari, sennilega
vegna stíganda í þurrefni og sykru/prótein-hlutfalli grasanna.