Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 158
150
Sýrur úr plöntufrumum
Breytingar á innihaldi fóðursins á sýrurn úr glykólýsunni og loftháðu niðurbroti (shikimiksýru,
pýrusýru, sítrónusýru, epiasýru og fúmarsýru) eru fremur litlar. Það vekur helst athygli að
eplasýran, sem reyndar er mest af, minnkar raunhæft við geymsluna, einkum í grænfóðrinu.
Virðist svo sem eplasýran sé notuð sem hráefni einkum til myndunar mjólkursýru (McDonald
1981). í grænfóðrinu kemur fram að aðrar sýrur í loftháðu ferlunum, svo sem sítrónusýra og
fúmarsýra og reyndar einnig shikimiksýra minnka samstiga eplasýrunni og eru líklega einnig
notaðar sem hráefni til mjólkursýrumyndunar (4. mynd).
Á 4. mynd sést að sýrustig og nokkrar sýrur breytast raunhæft samhliða eplasýrunni í
grænfóðurrúllum. Sömu ferli, en ekki eins greinileg, komu fram í heyrúllunum. Með vaxandi
eplasýru minnkaði mjólkursýran (R2=84%), sýrustig hækkaði (R2=86%) en sítrónusýra
(R2=73%), fúmarsýra (R2=73%) og shikimiksýra (R2=71%) jukust næstum samhliða eplasýr-
unni. Raunhæfur munur var á öllum þessum sýrum í þeim fimm grænfóðurgerðum sem próf-
aðar voru, og þá þannig að mjólkursýrumyndun var mest í næpu/repju og í vetrarrúgnum en
minnst í bygginu, sem hins vegar hafði mesta eplasýru. Rýgresið var miðlægt en þó með mesta
fúmarsýru. Þegar eplasýra, fúmarsýra, shikimiksýra og sítrónusýra minnka þá eykst magn
mjólkursýru, líklega bæði vegna þess að sýrurnar eru hráefni fyrir mjólkursýrugerlana og
einnig vegna þess að loftháðir ferlar plantnanna stöðvast. Mjólkursýran og aðrar gerjunarsýrur,
svo sem ediksýran, hafa sterk áhrif til lækkunar sýrustigs í rúllunum.