Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 183
175
(Sveinn Hallgrímsson 1983). Til að fá mælikvarða á þessi atriði var ákveðið að meta þrennt á
lambinu lifandi:
- Holdfyllingu á baki og á framparti.
- Holdfyllingu á mölum og í lærum.
- Yfirborðsfitu.
Við uppsetningu á skala var eftirfarandi skilgreining notuð; Stig fyrir holdfyllingu á
baki, mölum og í lærum þýða því eftirfarandi:
1 = Holdrýrt, ekki sláturhæft
2 = Holdrýrt, varla sláturhæft
3 = Holdfylling sæmileg, ætti að ná I. flokki.
4 = Holdfylling góð, varla stjörnuflokkur.
5 = Holdfylling ágæt, stjörnuflokkur hvað gerð og holdfyllingu snertir.
Stig fyri holdafar, fitu á lambinu lifandi voru skilgreind á eftirfarandi hátt:
1 = Magurt, ekki sláturhæft, fita finnst ekki á rifjum.
2 = í magrara lagi, varla sláturhæft, þunnt fitulag á rifjum.
3 = Hæfilega feitt, finnst vel fyrir þverþornum, fita vel merkjanleg á rifjum.
4 = Má ekki feitara vera, veruleg fita á þverþornum, fita á rifjum áberandi.
5 = Of feitt. Þverþorn varla finnanleg fyrir fitu. Verulega þykk fita á rifjum.
Tekið skal fram að þuklun á síðu var bætt inn í skilgreiningu á skalanum 1993. Á ár-
unum 1982 og 1983 var nær eingöngu þuklað á baki til að meta fitu.
Til að skoða nákvæmni matsins voru notaðar tvær aðferðir:
- Reiknuð aðhvarfslíking af mati á falli á einkunn á viðkomandi eiginleika á lambinu
lifandi.
- Athugað hversu mörg föll flokkuðust lakar en í I. flokk og úrvalsflokk.
Ekki reyndist unnt að fá aðgang að gögnum frá 1982. Hér eru notuð gögn frá 1983 og
niðurstöður rannsókna 1992-93 og frá 1993-94. Einnig er skoðað samhengi milli sk. holda-
stigs á lömbum, sem gefið er hverju lambi við vigtun að hausti á Hvanneyri. Þar er, sam-
kvæmt skilgreiningu, eingöngu um að ræða stig fyrir holdafar, ekki fyrir vöðvaþykkt.
NIÐURSTÖÐUR
Hér verður gerð grein fyrir reynslu af notkun ofannefnds einkunnaskala, en hann var notaður
við mat á lömbunum lifandi og á föllum í tilraunum með páskalömb 1981 og 1982 og við mat
á lömbum sem slátrað var fyrir jól 1983. Þá var skalinn einnig notaður í tilrauninni Síslátrun
vorlamba (Sveinn Hallgrímsson 1993) og Framleiðsla á fersku lambakjöti (Ólöf Björg Einars-
dóttir 1994). Þar sem notkun einkunnastigans var með allt öðrum hætti við mat á páskalömb-