Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 184
176
unum verður ekki fjallað um þá reynslu sem þar fékkst. Páskalömbin voru mun yngri við
slátrun og föllin mun léttari.
í 1. töflu eru gefnar niðurstöður mælinga á hallastuðli, fylgnistuðli, auk skekkjutalna úr
athugun á „jólalömbum“ 1983. Þetta voru smálömb sem sett voru á sérstaklega um haustið til
að ala þau fram að jólum og slátra þeim og selja kjötið ferskt á markað. Þar sem ekki öll
lömbin náðu sláturþroska voru þau metin fyrir slátrun og aðeins þau, sem talin voru líkleg til
að fara í I. fl., voru send í sláturhúsið. Nokkur voru talin á mörkunum en voru látin fara.
1. tafla. Niöurstöður útreikninga á fylgnitölum milli mats á lifandi lömbum
og mats á fallinu. Jólalömb, 1983.
Eiginleiki Frítala Hallast., b Skekkja Fylgni
Lærastig 105 0,33 0,10 0,31
Bak 105 0,45 0,10 0,40
Fita 105 0,60 0,08 0,60
2. tafla. Fylgni milli holdastigs (fyrir bak) á iifandi lömbum og stiga fyrir frampart, læri og mældrar fitu á falli. Tölur frá Hvanneyri haustið 1995.
Eiginleiki Frítala Hallast., b Skekkja Fylgni
Frampartur 222 3,77 0,44 0,50
Læri 222 2,41 0,51 0,30
Fita 222 0,60 0,08 0,60
í 3. töflu eru teknar saman niðurstöður þeirra þriggja athugana þar sem skalinn hefur
hefur verið notaður og tölur eru tiltækar. Taflan sýnir tíðni í kjötsmatsflokkunum I., H, og IV.
Skrokkar sem fóru í úrvalsflokk eru settir með I. flokki en skrokkar sem flokkuðust í DX settir
með n. flokki. Niðurstöður athugunar á sambandi holdastigs á lambi að hausti og flokkunnar
fallsins eru sýndar í 4. töflu. Tölurnar eru frá síðasta hausti á Hvanneyri en óvenju mikill
breytileiki var í ásigkomulagi lambanna. Eins og við var að búast er allgott samhengi milli
holdastigs og flokkunnar, enda þótt ljóst sé að ekki er hægt að nota holdastigið á sama hátt og
þá einkunnagjöf er að framan er lýst. Holdastigið er aðeins mat á holdafar (fitu) en segir ekki
neitt um þykkt vöðva.
3. tafla. Flokkun falla sem metin hafa veriö eftir ofannefndu kerfi og talin sláturhæf eða á mörkum
þess.
Tilraun I. fl. + Ú II.(+2x) fl. IV. fl. Samtals Athugasemdir
Jólalömb ’83 142 2 0 144 S. Hallgrímsson, óbirt gögn
Sislátrun 146 42) I" 151 Sveinn Hallgrímsson 1993.
Ferskt Iambakjöt 196 3v 0 199 Ólöf B. Einarsdóttir 1994.
1) Lambið sjúkt. 2) Eitt lamb fellt vegna mars. 3) Tvö lömb felld vegna mars.