Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 185
177
4. tafla. Samhengi milli holdastigs á lambinu lifandi og flokkun falls, tjöldi.
Holda- stig Úrvals- flokkur I. fl. II. fl. m.fi. IV. fl. Samtals
3,25 0 0 I 4 0 5
3,50 1 67 31 9 1 109
3,75 5 76 2 0 2 85
4,00 1 23 0 0 0 24
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Víða um lönd er það gamall og gróinn siður að senda lömb til slátrunar þegar þau hafa náð því
þroskastigi sem þarf til að kjötið verði gæðavara. Hér á landi hefur það hins vegar tíðkast fram
á síðustu ár að lömbum væri slátrað að hausti, frá miðjum september til loka október, hvernig
sem háttað er þroska þeirra. Tilraunir til að breyta þessu munstri var sú viðleitni sem fram fór
um 1980 á vegum Markaðsnefndar landbúnaðarins (Sveinn Hallgrímsson 1981). Fljótlega
kom í Ijós að til að lengja sláturtímann, að einhverju marki, þyrfti að breyta hugsunarhætti
framleiðenda og fá þá til að slátra ekki lömbum nema þau væru orðin þroskuð til slátrunar.
Það var því eðlilegt að um leið og farið var að slátra utan venjulegs sláturtíma að lömbin væru
metin fyrir slátrun. Rannsóknir á gögnum frá Hesti sýna svipfarsfylgni milli stiga fyrir
lærahold á lambinu lifandi og á fallinu upp á 0,33. Þessar tölur eru leiðréttar fyrir fallþunga
(Stefán Sch. Thorsteinsson 1983). Gögn úr afkvæmarannsóknum sýna einfalda fylgni milli
lærastigs á lambinu lifandi og á fallinu 0,51 en 0,44 þegar leiðrétt er fyrir þunga (Sigurgeir
Þorgeirsson og Stefán Sch. Thorsteinsson 1991). Samkvæmt ofansögðu eru þær tölur sem
fundnar eru úr gögnum vegna slátrunar utan hefðbundins sláturtíma heldur lægri en tölur frá
Hesti. Þess ber að geta að ekki er um að ræða tilviljanakennt úrtak, heldur er klippt bæði ofan
af og neðan af, ef svo má segja, þar sem ekki var slátrað lömbum sem ekki náðu ákveðinni
lágmarkseinkunn eða gæðum. Ekki er óeðlilegt að reikna með að fylgnitölur hefðu orðið aðrar
ef öllum lömbum hefði verið slátrað.
Eins og getið var um í upphafi var tilgangurinn með mati á lifandi lömbum að reyna að
tryggja sláturgæði og kjötgæði sláturlambanna. Til að meta þetta var einnig horft til flokkunar
falla þeirra lamba sem slátrað var. í 3. töflu kemur fram að 1 til 2% fallanna fara í aðra flokka
en úrval og I. flokk. Þetta verður að teljast viðunandi þar sem nokkur lambanna fóru í DX
(mar) og eitt í IV. flokk vegna sjúkleika. Þá ber að hafa í huga að flest voru lömbin smálömb
að hausti og því, mörg hver, vanþroskuð í venjulegri sláturtíð.