Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 190
182
3. tafla. Daglegt þurrefnisát (á kind) í heyi, ásamt orku og próteini f étnu fóðri eftir
tilraunutlokkum, skipt eftir tímabilum. Munur (P<0,05) er á meðaltölum með mis-
munandi stafamerkingum (staðalskekkja mismunar = 0,003).
Hey Hey og síldarmjöl Rúið f mars Rúið í apríl
I. 15. nóv. - 27. febr.
Heyát. kg þe. 0,y86a 0,925l’ 0,955“ 0,957“
Breytiorka, MJ 9,78 9,87 9,82 9,82
AAT, g 91 100 95 95
II. 28. febr. - 3. apríl
Heyát, kg þe. 1,140“ 1,095’ 1.126“ 1,109”
Breytiorka, MJ 11,30 11,55 11,51 1 1,34
AAT.g 105 115 111 109
III. 4. apríl - 4. maí
Heyát, kg þe. 1,386“ 1,339’ 1,353“ 1,372”
Breytiorka, MJ 13,73 14,07 13,81 14,00
AAT, g 127 ‘140 133 135
Ærnar átu vel allan tímann og voru heyleifar mjög litlar nema síðustu vikurnar
ærnar voru hættar að torga heyinu en þá voru heyleifar á bilinu 10-15 % af dagsgjöf. í 3. töflu
kemur fram heyát jókst nokkuð í kjölfar rúningsins í báðum tilfellum en ekki munaði miklu í
étinni orku milli rúningshópa. Munur á heyáti milli fóðurflokka er fyrst og fremst afleiðing af
mismunandi gjöf en fiskimjölsærnar náðu þó að innbyrða heldur meiri orku að meðaltali og
komust nær því að éta það magn sem þeim var ætlað.
Þungabreytingar ánna eru sýndar í 4. töflu. Ærnar þyngdust jafnt og þétt yfir veturinn og
var ekki munur á þyngingu eftir flokkum fyrr en í febrúar en þá höfðu fiskimjölshóparnir náð
forskoti sem hélst að mestu til vors og er í samræmi við niðurstöður um át í hópunum.
Munur á þunga milli fóðrunarflokka í febrúar var tölfræðilega marktækur en ekki eftir
það vegna þess að ám sem gengu upp var sleppt úr uppgjörinu síðustu mánuðina og við það
hækkaði skekkja mælinganna til muna og má segja að tilraunin hafi „misst jafnvægið“. Ærnar
sem rúnar voru í mars þyngdust um tveimur kg minna mánuðinn eftir rúning en órúnu ærnar.
Ullarþunginn olli nokkru af þessum mun, en auk þess virðist hafa kippt úr ánum við rúninginn
í mars. Þunginn jafnaðist aftur síðasta mánuðinn en þá snerust hlutföllin við að nokkru leyti.
Munur á þyngingu rúningstímahópanna var hvergi tölfræðilega marktækur af sömu ástæðu og
áður greinir. Töluverður munur var á þunga ánna eftir aldursflokkum allt frá upphafi tilraun-
arinnar en þungabreytingar voru svipaðar milli aldurshópa, þó ær á þriðja vetri þyngdust
nokkru meira en ær á öðrum vetri. Meðalþungi við vigtun í nóvember 1995 var 65,6 kg og
enginn munur milli tilraunaflokka.