Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 192
184
Snoðreyfi voru marktækt þyngri þegar rúið var urn mánaðamótin mars-apríl en við
rúning um mánaðamótin febrúar-mars, eins og vænta mátti. Ullarvöxtur var einnig meiri á ám
sem fengu síldarmjöl með heygjöfinni. Haustið eftir var enginn munur á ullarmagni milli rún-
ingsflokka en munur á fóðurflokkum jaðraði við að vera tölfræðilega marktækur fiskimjöls-
hópnum í hag. Þurrefni í haustull var um 90% bæði árin en þurrefni í snoðull mældist heldur
hærra, eða um 92%. Yngri ærnar skiluðu léttari reyfum fyrra haustið og um veturinn en enginn
munur var á ullarmagni milli aldurhópa seinna haustið.
Mat á einstökum göllum sem komu fyrir í haustullarreyfum er sýnt í 6. töflu. Niður-
stöður eru sýndar fyrir bæði árin til að undirstrika árferðismuninn sem kemur fram.
6. tafla. Meðaleinkunnir fyrir galla á haustullarreyfum og hlutfall reyfa án galla. Gallalaus
reyfi fengu lægstu einkunn þannig að há meðaleinkunn samsvarar hárri tíðni galla.
Haustull ‘94 Haustull ‘95
Meðaleinkunn % án galla Meðaleinkunn % án galla
Fjöldi 64 57
Mor (0-2) 1,64 33 1,00 30
Toglitur (1-3) 2,42 0 1,26 74
Þófi (0-2) 1,05 33 0,47 58
Þófasneplar (0-3) 1,11 25 1,35 23
Þófasneplar eftir rúningstíma
2. mars 1,77 7
5. apríl 0,88 41
Eins og fram kemur í 6. töflu bar töluvert á göllum í haustullinni, sérstaklega fyrra árið
en þá var áberandi þófi í ullinni og togið orðið blakkt. Ullin var mun betri seinna árið en þó
var nokkuð um mor. Mikill munur var á tíðni þófasnepla í togi milli rúningstímahópa. Sneplar
komu fyrir í flestum reyfum af ám sem rúnar voru í mars og þá fengu 18 reyfi af 30 einkunn-
irnar 2 eða 3 fyrir snepla í togi en einungis fjögur reyfi af 27 fengu sömu einkunnir í seinni
rúningstímaflokknum.
Niðurstöður ullarmats koma fram í 7. töflu. Meðalverð og ullarverðmæti eftir hverja
kind er reiknað út frá hreinleikaprósentu sem ullin fékk í mati og verði á hverjum gæðaflokki í
verðlagsgrundvelli. Nokkurt misræmi er milli vigtaðs ullarmagns við rúning og magns sem
skilaði sér úr mati, sem stafar af því að kviðull var tekin frá og að óhreinindi hrundu úr ullinni
við mat á göllum í einstökum reyfum fyrir pökkun.
Töluverður munur var á hlutföllum af ull sem fóru í I. og II. flokk miili rúningstíma-
hópa, sem virðist bein aíleiðing af mismunandi tíðni þófasnepla í reyfunum. Ull sem lenti í III.
flokki hafði mikil áhrif á útreikning meðalverðs og ef eingöngu er miðað við ull í I. og II.