Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 199
191
Magn skíts og þvags var mælt síðustu 7 daga hvers tímabils og sýni tekin til efnagrein-
inga. Þurrefnisákvarðanir fóru fram bæði á Hvanneyri og Rala, heildarorka var mæld á Rala,
svo og in vitro meltanleikaákvarðanir. Meltanieikaákvarðanir með cellulasa-aðferð fóru fram
á Hvanneyri svo og prótein og steinefnaákvarðanir þar sem við átti.
I uppgjöri á hestatilrauninni var 9. hesti sleppt (gæði 3) vegna þess hve skíturinn virtist
skila sér seint og óreglulega. Við það minnkaði skekkjan um mikið meira en helming. Eina
mælingu á gæði 2 vantaði hjá sauðunum vegna skorts á heyi. í uppgjöri var ýmist beitt aðferð
minnstu kvaðrata (LS) eða aðferð sennilegustu frávika (REML). Um uppgjörið sá Hólmgeir
Björnsson á Rala.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Meðaimeltanleiki þurrefnis ailra gæðaflokka sem notaðir voru í tilrauninni reyndist vera
55,4% hjá hrossunum og 60,6% hjá sauðunum. Munur á meltanleika milli þessarra dýra-
tegunda reyndist því vera 5,2 meltanleikaeiningar (prósentustig), sem er mun minni en fundist
hefur í erlendum rannsóknum þar sem munurinn hefur mælst um eða yfir 10 einingar (Martin-
Rosset og Dulphy 1987, Cymbaluk 1990).
Eins og fram hefur komið var lítill munur á milli heygæða 1 og 2. Munur á meltanleika
heysins milli hrossa og sauða í þessum gæðaflokkum var rúmlega 7 einingar (gæði 1: 7,6;
gæði 2: 7,2 - sjá 1. mynd). Munurinn á meltanleika milli hrossa og sauða á lélegasta fóðrinu
(gæði 3) var hins vegar mun minni, eða 4,4 einingar (P=0,07). Er þessi munur á mörkum þess
að vera marktækur, en niðurstaðan sýnir að þarna gæti verið um mun að ræða sem nauðsynlegt
er að athuga í frekari rannsóknum. Ekki eru til sambærilegar rannsóknir erlendis frá til saman-
burðar.
Meltanleiki heysins minnkaði við aukna gjöf hjá sauðunum og er það í samræmi við það
sem fundist hefur í öðrum rannsóknum (P=0,018; 2. mynd) (Martin-Rosset og Dulphy 1987).
Hins vegar jókst meltanleiki heysins við aukna gjöf hjá hrossunum (P=0,028). Erlendum
niðurstöðum ber ekki saman um áhrif átmagns á meltanleika fóðursins hjá hrossunum.
Martin-Rosset og Dulphy (1987) fundu engin áhrif átmagns á meltanleika hvort sem kjarn-
fóður var gefið með gróffóðrinu eður ei. Niðurstöðum Otts (1981) ber hins vegar saman við
niðurstöður þessarar tilraunar, þar sem meltanleiki mældist marktækt hærri við meira át þegar
einungis var gefið gróffóður, en lækkaði hins vegar við aukið át þegar kjamfóður var gefíð
með. Hvaða skýring liggur að baki þess að meltanleiki aukist við aukið át liggur ekki fyrir en
staðfesting fyrirliggjandi niðurstaðna á niðurstöðum Otts (1981) kalla á frekari rannsóknir til
skýringar.