Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 200
192
% meltanleiki þurrefnis
Gæ6i 1 Gæ6i 2 Gæði 3
1. mynd. Meltanleiki hjá sauöum og hrossum við
breytileg heygæði (sláttutíma). Leiðrétt fyrir mælingu
sem vantaði hjá sauðum (gæði 2). Skekkja; s= 1,48
fyrir sauði og s= 1,13 fyrir hesta. Staðalskekkja mis-
munarins 1.21 og 0.92.
Magn 1 Magn 2 Magn 3
2. mynd. Meðalmeltanleiki hjá sauðum og hrossum
við breytilegt fóðurinagn. Víxlverkun heygerða og
tímabila var einangruð frá við mat á meðaltali og til-
raunaskekkju. Staðalskekkja mismunarins hjá sauðum
0,58 (P=0,01) og hjá hestum 1.07 (P=0,028).
Fram hefur komið að tilraunarplanið var rómverskur ferningur (n=3) þar sem sami
gripurinn fékk alltaf sama fóðrið en í mismiklu magni. Við uppgjör kom fram mikil óregla á
saurmagni eins hestsins (gæði 3) og var honum sleppt úr uppgjörinu. Annar hestur í sama hópi
(gæði 3) sýndi einnig svipaða óreglu, en ekki eins mikla. í báðum tilfellunum virtist að um
eftirverkun gæti verið að ræða, þar sem fyrra tímabil hafði áhrif á það sem eftir kom. Þessi
áhrif virtust almennt gilda í tilrauninni, þar sem neikvæð fylgni var á milli tímabila, hár
meltanleiki á einu tímabili fylgdi lágur á því næsta. Átti þetta sérstaklega við um hrossin. Við
skipulag tilraunarinnar var aðlögunartíminn miðaður við jórturdýr og hafður vel rúmur fyrir
þau eða 10 dagar. Hefði sá aðlögunartími átt að vera mjög vel innan skekkjumarka fyrir
hrossin. Það vekur einnig athygli að þau hross sem sýna hvað mest eftiráhrif eru bæði í sama
hópnum, á lélegasta fóðrinu. Sá þáttur sem talinn er að hafa mest áhrif á meltanleika er flæði-
hraði fóðursins í gegnum meltingarfærin (Hintz og Cymbaluk 1994). Því stærri sem melting-
arfærin eru, því lengri tíma tekur það fyrir fóðrið að fara í gegn og meltanleikinn hækkar. Eins
og minnst var á í inngangi hafa rannsóknir sýnt að meltingarfæri íslenska hestsins eru hlut-
fallslega stærri en þekkt er hjá erlendum hrossakynjum (Kristín Sverrisdóttir 1989) sem gæti
skýrt hærri meltanleika hjá íslensku hrossunum miðað við sauðina, samanborið við erlendar
rannsóknir. Hvort flæðihraðinn minnki hlutfallslega meira hjá hrossunum á lélegasta fóðrinu
en hjá sauðunum, eins og eftiráhrifin virðast gefa til kynna, og gefi þar með útslag í hlutfalls-
lega hærri meltanleika á því fóðri hjá hrossunum þarf nánaiá rannsókna við. Sú fullyrðing að
meltanleiki einmaga dýra sé alltaf lægri en jórturdýra virðist ekki vera algild því samanburðar-
rannsóknir á ösnum (Equus asinus asinus) og jórturdýrum hefur sýnt að á lélegu fóðri er melt-
anleiki fóðursins hjá þessum dýrategundum mjög svipaður (Izaely o.fl. 1989).