Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 208
200
□ Aukabragð
H Lambabragð
□ Meyrni
□ Safi
Haustlömb Hey, 250g bygg og Vothey og 10Og Vothey og 200g
60gfiskimjöl 'fiskimjöl fiskimjöl
3. mynd. Áhrif fóðurs á bragðgæði sláturiamba. Fjöldi latnba úr hverri meðferð er 6. Marktækur munur er
á meðaltölum með mismunandi stafamerkingum (P<0,0l (a,b) og P<0,00l (c,d,e)).
Fóðrun sláturlamba fram eftir vetri
Um var að ræða framleiðslutilraun á Hvanneyri, nákvæmnistilraun á RALA, framleiðslu-
tilraun á Hólum og á nokkrum bæjum í Borgarfirði. Tilraununum hefur verið lýst annars
staðar og gerð var grein fyrir þeim í erindunum hér á undan (Sveinn Hallgrímsson 1993, Ólöf
Björg Einarsdóttir 1994, Bragi L. Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir 1996, Sveinn Hallgrímsson
1996).
Niðurstöður skynmats á kjöti lamba í tilrauninni á Hólum eru sýndar á 4. mynd. Með-
ferðir voru:
- Haustlömb, slátrað í október 1993.
- Lömb á heyi, slátrað í mars 1994.
- Lömb á heyi og 40 g fiskimjöli, slátrað í mars 1994.
- Lömb á heyi og 250 g byggi, slátrað í mars 1994.
- Lömb á heyi, 200 g byggi og 40 g fiskimjöli, slátrað í mars 1994.
Meðferðir höfðu engin áhrif á bragðstyrk, en kjöt af lömbum sem fengu hey, bygg og
fiskimjöl og af lömbum sem fengu hey og fiskimjöl var áberandi meyrast. Enginn munur var á
safa. Aukabragð var mest í kjöti af lömbum sem fóðruð voru á heyi, 200 g byggi og 40 g af
fiskimjöli en minnst af kjöti af haustlömbum og lömbum sem fengu eingöngu hey. Bygg og
fiskimjöl í fóðri virtust því hafa slæm áhrif á bragðgæði en góð á meyrni, en við túlkun á
niðurstöðum verður að hafa í huga að eingöngu voru tvö sýni í hverri meðferð.
Fóðurblöndur notaðar í nákvæmistilrauninni á RALA og Hvanneyri voru:
- Haustlömb, slátrað í október 1993.
- Lömb á heyi, 210 g byggi og 90 g af fiskimjöli, slátrað febrúar 1994.