Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 217
209
Mœlingcir og sýnataka
Sýni voru tekin tvisvar fyrir hvert tímabil. Það eru því sex sýni úr blöndunni sem liggja á bak
við meðaltal efnainnihalds í kjarnfóðri. Gefið var upp orkuinnihald í fitunarfóðureiningum og
meltanlegt hráprótein í hverju kg fóðurs en við útreikninga á orkuinnihaldi kjarnfóðursins í
mjólkurfóðureiningum (FEm), amínósýruuppsogi í mjógirni (AAT), og próteinjafnvægi í
vömb (PBV) var stuðst við hráefnismagn kjarnfóðursins ásamt fóðurtöflu gefna út af RALA
(Bragi Líndal Ólafsson 1995).
Samsýni heyja voru tekin tvisvar fyrir hverja gerð snarrótar á hverju tímabili þannig að
sex samsýni liggja bak við meðaltalsútreikninga fyrir hverja gerð snarrótar.
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar. Gróffóðrið var vigtað í þær fjórum sinnum í viku (frá
mánudegi til fimmtudags) og leifarnar fjórum sinnum (frá þriðjudegi til föstudags). Dag-
skammturinn var vigtaður allur í einu en var skipt upp í tvær gjafir. Kýrnar fengu hey að vild
og var þá miðað við 10-15% í leifar. Kjarnfóðrið var vigtað fyrir hvern dag. Kjarnfóðurgjöfm i
upphafi tilraunar var miðuð við nyt og var síðan lækkuð vikulega um 250 g á dagskammtinn.
Hvert tímabil taldi þrjár vikur. Var litið á fyrstu viku tímabilsins sem aðlögun að nýrri
gerð snarrótar hverju sinni þannig að sú er ekki tekin með í uppgjöri. í uppgjörsvikunum var
nyt mæld tvo daga í hverri viku, kvölds og morgna. Hlutfallsmjólkurmælarnir eru af gerðinni
„True Test“. Mjólkursýnum dagsins var blandað saman í eitt sýni sem sent var til efnagrein-
ingar og innihélt 45% kvöldmjólk og 55% morgunmjólk.
Kýrnar voru vigtaðar og brjóstummálsmældar vikulega og reynt að halda því á svip-
uðum tíma dagsins. Jafnframt fór fram holdastigun þar sem notast var við skalann 1-5 með 1
fyrir mestu holdfyllinguna.
Utreikningar
Notaðar voru efnagreiningatölur um meltanleika við útreikninga á FE í heyjunum samkvæmt
eftirfarandi jöfnu:
FE/kg þe = (0,025 x meltanleika% - 0,561) / 1,65
Við útreikninga á FEm, AAT og PBV í heyjunum voru eftirfarandi jöfnur notaðar:
FEm/kg þe = ((meltanl. lífr. efnis x 36) x 0,6 x (1 + (0,004 x (q-57))) x 0,9752 ) / 1650
g AAT/kg þe = (óniðurbr.fóð.pr., g x 0,65x0,82) + ((mlLE - (0,93 x hrápr.))xl,79)x0,7x0,85
g PBV/kg þe = (hrápr. x leysanl. hrápr.)/10 — ((mlLE - (0,93 x hrápr.)) x 1,79) x 0,7 x 0,85
Tölugildið 60 var notað fyrir leysanleika (niðurbrotsstuðul) hrápróteinsins.