Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 223
215
6. tafla. Áhrif snarrótargerða á liold, brjóstummál, þunga og orkujafnvægi mjólkurkúa (Sl=snemmslegin,
S2=miðslegin, S3=síðslegin snarrót).
S1 S2 S3 P-gildi Meðaltal Staðalskekkja mismunarins
Hold 2,7 2,5 2,6 0,530 2,6 0,16
Brjóstummál, cm 179 181 180 0,389 180 0,93
Þungi, kg 439 444 446 0,006* 443 2,04
FE alls úr fóðri 9,2 8,5 7,8 <0,001*** 8,5 0,22
FE til viðhalds 3,7 3,7 3,7 0,006* 3,7 0,01
FE til framleiðslu 5,2 4,8 4,6 <0,001*** 4,9 0,08
Orkujafnvægi, FE 0,3 -0,04 -0,5 0,012* -0,1 0,22
FEm alls úr fóðri 9,9 9,2 8,5 <0,001* ** 9,2 0,24
FEm til viðhalds 4,1 4,1 4,1 0,005* 4,1 0,01
FEm til framleiðslu 5,9 5,4 5,1 <0,001* ** 5,5 0,09
Orkujafnvægi, FEm -0,03 -0,3 -0,7 0,046* -0,3 0,24
*** Marktækur munur milli snemm-, mið- og síðsleginnar snarrótar á viðkomandi breytu (P<0,001).
* Marktækur munur milli snemm,- mið- og síðsleginnar snarrótar á viðkomandi breytu (P<0,05).
Eins og fram hefur komið áður er munur á innbyrtri orku þó svo ekki sé munur á áti
milli snarrótargerða. Einnig hefur komið fram munur á mjólkurmagni og þar af leiðandi
kemur fram munur á orku til framleiðslu.
Við útreikninga á orkuáti í FE og FEm sést að FEm gildin eru um 8% hærri. Það er
vegna þess að nýja orkumatskerfið byggir á orku til mjólkurframleiðslu en ekki vaxtar eins og
það gamla. Gróffóðrið nýtist betur til mjólkurframleiðslunnar heldur en til vaxtar. Fóðurgildi
gróffóðursins, einkum því orkuminna, eykst við breytinguna. Munurinn á innbyrtum FE og
FEm er fyrir tilstillan gróffóðursins í fóðurskammtinum. Munurinn á snemmsleginni snarrót (í
þessu tilviki orkuríkasta heyið, 7,6% hærra gildi) er minni en munurinn á síðsleginni snarrót
(orkusnauðasta gróffóðrið í tilrauninni, 9,0% hærra gildi).
Á móti auknu vægi gróffóðurs í nýja kerfmu aukast þarftr til viðhalds og framleiðslu við
það að fara úr FE yfir í FEm. Jöfnurnar í kaflanum hér á undan sýna þá útreikninga sem skýra
þennan mun. Munurinn við það að fara yfir í FEm úr FE er 11,6% - meiri en endurmat gróf-
fóðursins gefur. Örkujafnvægið sýnir þess vegna hærri neikvæðar tölur þegar litið er á FEm
útreikninga á móti FE útreikningunum.
Reiknidæmi fóðureininganna sýnir að kýrnar eru undirfóðraðar í öllum tilfellum nema á
snemmsleginni snarrót, reiknað út frá FE. Á meðan á tilrauninni stóð mjólkuðu flestar af sér
hold. Vert er að hafa í huga að orkuskortur yfir 2,0-3,0 fóðureiningum í fóðurskammtinum
býður hættunni heim hvað varðar súrdoða. Þess varð ekki vart í tilrauninni.
L