Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 236
228
staðar hjá fyrsta kálfs kvígunum, mjög lítil hjá kúm á öðru mjaltaskeiði (0,1 kg/d) en mest hjá
elstu og afurðamestu kúnum (1,4 kg/d). Mjög algengt er að sjá í tilraunum að afurðahæstu
kýrnar svari best aukinni fitu í fóðrinu. Ekki var munur milli hópanna á orkunýtingu né á
magni (g/d) mjólkurfitu og -próteins en hins vegar skilaði fituhúðunin heldur meiri laktósa
(670 vs 691 g/d).
Áhrif fituhúðunarinnar á hlutföll efna í mjólkinni eru engin á fitu, laktósa, úrefni né
frumutölu, en hins vegar er greinileg lækkun á prótein% og er lækkunin að meðaltali 0,06%
einingar (3,30 vs 3,24%, P=0,Q001). Þessi lækkun kemur fram hjá öllum aldurshópum en er
mest hjá elstu kúnum, eða 0,1% eining, en um 0,04% einingar hjá hinum. Þetta leiðir til þess
að þótt afurðatekjur aukist vegna fituhúðunarinnar um 16 kr á dag vegna aukins mjólkur-
magns þá lækkar verð til framleiðandans fyrir hvert kg um sem næst 43 aura (51,64 vs 51,21
kr/kg, P=0,0001).
Neikvæð áhrif fitu á próteinhlutfall í mjólkinni eru þekkt úr fjölmörgum erlendum rann-
sóknum og hafa áður komið fram hérlendis. í tilraun með íblöndun á loðnufitu í kjarnfóður
mjólkurkúa á Stóra Ármóti 1989 (1) var magn loðnufitu á hvert kg af mælimjólk að meðaltali
17 og 31 g, en um var að ræða 4 eða 8% fituhúðun en þá lækkaði prótein% úr 3,58% í 3,38%
og 3,33%. f þeirri tilraun sem hér er greint frá var fituhúðunin um 3,5% skv. efnagreiningum á
blöndunum og kýrnar í hærri nyt og minni kjarnfóðurgjöf en 1989 og magn loðnufitu aðeins
tæplega 9 g/kg mælimjólkur, eða um helmingur þess sem minnst var prófað áður. í fyrrnefndri
tilraun komu reyndar einnig fram mikil áhrif til lækkunar á fitu% (3,75-3,47-2,92%) en þeirra
varð ekki vart núna. í tilraunum í Noregi upp úr 1970 (4) fundust svipuð áhrif af hertu lýsi á
prótein% í mjólk og hér fundust og mismunandi áhrif á fitu%, háð magni fitu í fóðrinu og
bræðslumarki (herslu) fitunnar.
Ekki er að fullu ljóst hvort þessi neikvæðu áhrif fitu í fóðri á próteinhlutfall í mjólkinni
eru vegna áhrifa fitunnar á vambargerjunina eða hvort um er að ræða bein áhrif einstakra fitu-
sýra á flutning amínósýra til júgursins eða á uppbyggingu mjólkuipróteins í júgurvefnum.
Áhriffóðrunar á samsetningu mjólkurfitunnar
Eins og fram hefur komið hér á undan getur mismunandi fóðrun haft áhrif bæði á fituhlutfall í
mjólkinni og á magn mjólkurfitu sem myndast. Einnig getur fóðrunin haft áhrif á samsetningu
mjólkurfitunnar, þ.e.a.s. á hlutföll einstakra fitusýra í mjólkurfitúnni. Talið er að styttri fitu-
sýrur (<C14) séu að mestu byggðar upp í júgranu sjálfu úr fitugefandi hráefnum, t.d. edikssýru
og smjörsýru frá vambargerjuninni, en lengri fitusýrurnar berist hins vegar til júgursins með