Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 251
243
þéttvaxnir skrokkar, vel hoidfylltir einkum á lærum og baki. í I skal meta þokkalega vöðva-
fyllta skrokka, einkum á lærum og baki, og í II fara illa vöðvafylltir og rýrir skrokkar.
Fituflokkar eru fjórir og byggjast á sjónmati. Mælingar á fituþykkt yfir miðjum hrygg-
vöðva (milli 10. og 11. rifs) skulu þó hafðar til viðmiðunar. Fara fitumörk hvers flokks eftir
fallþunga. Fituflokkarnir eru auðkenndir, M, A, B og C. í M eru metnir skrokkar með litla eða
enga fituhulu, í A skrokkar með jafna og þunna fituhulu, í B fara skrokkar með mikla fituhulu
og í C eru metnir mjög feitir skrokkar. Varðandi fitumörk ákveðins fallþunga má nefna að á
bilinu 201-220 kg eru mörkin í M 3 mm fitulag og minna, A 4 til 8 mm, í B 9 til 12 mm og C
13 mm og meira.
I verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara eru nú skráðir 10 verðflokkar í nautgripakjöti.
Skrokkar af UN gripum geta lent í 6 þessara flokka, 1., 2., 3., 4., 5. og 10. Nánast helmings
verðmunur er á milli þess hæsta og lægsta, en milli tveggja algengustu verðflokkanna, 2. sem
UNI A skrokkar falla undir og 3. sem inniheldur UNI M skrokka, er nú 7,2% munur á
grundvallarverði, eða 22,50 kr á kg.
FRAMLEIÐSLA
Fyrsta heila verðlagsárið sem nýja kjötmatið gilti, þ.e. frá septemberbyrjun 1994 til ágústloka
1995, var skipting í UN flokkana eins og sýnt er í 1. töflu.
1. tafla. Gæðaflokkun ungneytakjöts verðlagsárið 1994-95.
Gæðaflokkur Fjöldi Hlutfall Verðtlokkur
UNI ÚRVALM 8 0,1 2
UNIÚRVALA 109 1,2 1
UNIÚRVALB 31 0,3 1
UNI ÚRVALC 11 0,1 3
UNIM 2804 31,6 3
UNI A 3966 44,7 2
UNIB 670 7,6 2
UNIC 345 3,9 4
UNIIM 591 6,7 5
UNII A 282 3,2 4
UNIIB 41 0,5 4
UNIIC 13 0,1 10
Samtals 8870
Alls var fargað tæplega 2600 ungneytum fjóra síðustu mánuði ársins 1995 og skiptust
föll þeirra í gæðaflokka á svipaðan hátt og í töflunni greinir. A þessu sést að verulegur hluti
ungnautakjötsframleiðslunnar fellur í verði vegna óhagstæðrar flokkunar.