Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 285
277
Skv. skýrsluhaldi í Færeyjum er prótein% að meðaltali um 3,2% í mjólkinni þar þrátt
fyrir mjög mikla kjarnfóðurgjöf en hér heima hefur hún verið heldur hærri eða á bilinu 3,35-
3,40%. Hafa verður þó í huga að munur á afurðamagni sömu gripa er um 60% (6800 vs 4200
kg), þeim færeysku í vil. í sambandi við lágt prótein í mjólk hjá þessum gripum í Færeyjum er
einnig vert að hafa í huga að á sama tíma var prótein í mjólk á Suðurlandi með því allra lægsta
sem sést hefur svo væntanlega hafa sunnlensku heyin í Færeyjum haft sittt að segja.
Ástæða þess að norsku kvígurnar, öfugt við þær ísiensku, „geyma“ að taka út meiri
þroska fyrstu mánuði mjaltaskeiðsins en ákveða þess í stað að nýta aila tiltæka orku til
mjólkurmyndunar er ekki alveg ljós. Hugsanlegt er að norsku kvígurnar hafi verið þroskameiri
við burð og þótt ekki sé raunhæfur munur á aldri gripanna við burð (28,3 vs 29,9 mán,
P=0,32) þá er hann þó NRF í vil. Einnig er möguleiki að þær norsku hafi verið betur undir
burðinn búnar, þ.e. í betri holdum. Þetta er alis ekki ólíklegt því þegar kvígurnar voru
útlitsdæmdar í lok apríl 1995, þá komnar að meðaltali um 24 vikur frá burði, reyndist ekki
munur á meðal holdastigi hópanna en það var 1,52 fyrir íslensku kvígurnar en 1,48 fyrir þær
norsku (P=0,58). Það er þó ljóst að frá burði og fram að þessum tíma höfðu norsku kvígurnar
nánast staðið í stað í þunga eða lést örlítið en þær íslensku þyngst um nálægt 15 kg þannig að
líklegt er að munur hafi verið á holdum við burð.
11. tafla. Reiknað orku og próteinjafnvægi hjá kúnum fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins.
ISL NRF P-gildi kyn Mismunur eining % Meðal- tal Staðal- skekkja
FE jafnvægi
FE át á dag 8,3 9,3 0,00 *** 0,9 11,4 8,8 0,13
FE þarfir viðhald 3,2 3,6 0,00 *** 0,4 10,9 3,4 0,05
FE þarfir mjólk 4,7 5,9 0,00 *** 1,2 26,2 5,3 0,19
Jafnvægi FE/d 0,4 -0,2 0,00 *** -0,6 0,1 0,11
Jafnvægi FE, % 5,9 -1,4 0,00 *** -7,3 2,2 1,25
FEm jafnvægi
FEm át á dag 9,0 10.0 0,00 *** 1,0 11,1 9,5 0,12
FEm þarfir viðhald 3,4 3,9 0,00 *** 0,5 14,9 3,7 0,07
FEm þarfir mjólk 5,2 6,7 0,00 *** 1,4 26,9 5,9 0,22
Jafnvægi FEm/d 0,3 -0,6 0,00 *** -0,9 -0,1 0,15
Jafnvægi FEm, % 4,3 -4,8 0,00 *** -9,2 -0,3 1,46
Framl, FE / dag 5,1 5,7 0,00 ** 0,6 11,9 5,4 0,12
Framl, FEm / dag 5,6 6,1 0,01 ** 0,5 9,0 5,8 0,12
AAT jafnvægi
At AAT, g/d 915 , 1015 0,00 *** 99 10,8 965 15,2
AAT þarfir, g/d 821 1007 0,00 *** 186 22,6 914 25,3
AAT jafnvægi, g/d 92 4 0,00 *** -88 48 16,2
AAT jafnvægi, % 12,0 1,4 0,00 *** -10,6 6,7 1,7