Ráðunautafundur - 20.02.1996, Side 286
278
Ahrif kúakyns á hagkvœmni framleiðslunnar
Út frá mælingum á áti gripanna og framleiðslu má leggja mat á afurðatekjur og fóðurkostnað
og þar með framiegðina sem gripurinn skilar upp í annan breytilegan kostnað en fóður, fastan
kostnað og laun. Forsendur við mat á hagkvæmni framleiðslunnar voru að verð á fóðureiningu
(FEm) væru 10 kr í þurrheyi og votheyi, 30 kr í graskögglum og 40 kr í kjarnfóðri. Ennfremur
var miðað við verðlagsgrundöll fyrir mjólk l.feb 1996 til að reikna út afurðaverð til fram-
leiðanda eða: kr/kg mjólk = 25,79 + 1,793 x fita% + 6,467 x prót%. í þessari jöfnu er gert ráð
fyrir að grundvallarverð sé 54,76 kr; beingreiðsla 25,79 og afurðastöðvaverð 28,97. Vægi
próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með 4,04% fitu og 3,36% prótein.
Niðurstöður þessara hagkvæmisútreikninga má sjá í 12. töflu og eru þeir á þann veg að
NRF kýrnar skila meiri framlegð, hvort sem litið er á framlegð á dag eða pr kg mjólk og
munar þar um 2,2 kr á kg mjólkur. Ef aftur á móti er ekki tekið tillit til efnainnihalds
mjólkurinnar, á þeim forsendum að það hafi verið afbrigðilega lágt af einhverjum ástæðum, en
miðað við að 54,76 kr væru greiddar á kg mjólk óháð efnainnihaldi þá reiknast framlegð á kg
mjólkur 39,2 kr hjá íslensku kvígunum en 40,4 kr hjá þeim norsku og er munurinn þá kominn
niður í um 1,2 kr á kg.
í sambandi við þessa hagkvæmnisútreikninga þá er rétt að hafa í huga að á því tímabili
sem útreikningarnir ná yfir hafa norsku kvígurnar nýtt allt sitt fóður og kannski ríflega það, til
mjólkurframleiðslu en á sama tíma hafa íslensku kvígurnar aukið við þunga sinn. Norsku
kvígumar eiga því væntanlega eftir að innbyrða fóður til að ná upp holdum fyrir næsta mjalta-
skeið og því er ekki líklegt að svo mikill munur kæmi fram á hagkvæmni framleiðslunnar ef
litið væri til lengra tímabils, t.d. frá burði til burðar. Að öðrum kosti kemur það niður á
12. tafla. Mat á hagkvæmni mjálkurframleiðslunnar hjá íslensku og norsku kúnum fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðs
ISL NRF P-gildi kyn Mismunur eining % Meðal- tal Staðal- skekkja
Afurðatekjur
Mjólk kg/d 12,5 15,5 0,00 *** 3,0 23,8 14,0 0,50
Mjólk kr/kg 51.1 52,3 0,01 ** 1,1 2,2 51,7 0,27
Mjólk, kr á dag 655 824 0.00 *** 168 25,7 740 27
Fóðurkostnaður
Kr/dag 195 222 0,00 *** 27 14,0 209 4,8
Kr/ kg mjólk 15.3 14.2 0,00 ** -U -7,1 14,8 0,25
Tekjur umfram fóðurkostnað
Kr á dag 460 601 0,00 *** 141 30,7 531 22
Kr á kg mjólk 35,8 38,1 0,00 *** 2,2 6,2 36.9 0,30