Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 289
281
þannig skolað með 400 til 900 ml af vökva. Vökvinn er síaður í síu sem hleypir fósturvísunum
ekki í gegn.
Leitað er að fósturvísunum og þeir metnir. Þeir eiga að vera á Morula- eða snemma á
Blastocytstigi. Gæði fósturvísanna geta verið misjöfn og er matið á þeim einhver vanda-
samasta aðgerðin í ferlinu. Bestu fósturvísana er hægt að frysta, en gott er að hafa einhverjar
kýr til þess að setja lakari fósturvísa í ferska. Oft er hluti fósturvísanna sjáanlega dauður eða
ófrjóvgaður.
Frystingin krefst nokkurs tækjabúnaðar, og eru nokkrar tegundir af frystum á boð-
stóinum. Þeir eru tölvustýrðir, og flestir eru með breytilegum forritum þannig að þeir eru
nothæfir til þess að frysta annað en fósturvísa, sæði, blóð, frumur o.s.frv. Frystarnir nota ýmist
köfnunarefni eða aikóhól til kælingar. Fósturvísarnir þurfa smá aðlögun að frystivökvanum,
og nokkrum mínútum eftir að frystingin hefst þarf að framkvæma smá aðgerð. Eftir það
gengur frystingin sjálfkrafa og lýkur á klukkustund.
Fóstrur eru þær kýr sem ganga með kálfana. Þær þurfa að vera komnar jafn langt frá
beiðsli og móðirin sem gaf fósturvísana var komin þegar þeim var skolað út. Ef ætlunin er að
flytja fósturvísana ferska þarf að samstilia móðurina og fóstrurnar. Þegar notaðir eru frystir
fósturvísar er talið best að þeir séu settir inn eftir eðlilegt beiðsli.
Algengast er að nota glycerol til þess að verja fósturvísana gegn frostskemmdum. Þá
þarf að ná úr þeim glycerólinu með sykurlausn eftir að búið er að þýða þá upp. Til þess þarf að
nota smásjá. Verið er að þróa aðferðir til þess að frysta fósturvísa í varnarefnum, t.d. ethylen
giycol, sem ekki krefjast þvottar eftir þýðingu. Þá þarf ekki að nota smásjá og fósturvísarnir
eru lagðir beint inn.
I hverja fóstru er settur einn fósturvísir og þarf að leggja hann upp í leghornið þeim
megin sem gulbúið er. Til þess að gera sér það auðveldara er kýrin deyfð með mænustungu.
Vanur maður getur lagt fósturvísa inn í óbornar sæmilega þroskaðar kvígur.
ÁRANGUR
Úr 10 síðustu kúm sem ég hef skolað hafa fengist 62 nothæfir fósturvísar. Ein kýr svaraði ekki
meðferð. en þrjár af þessum kúm voru kýr sem til stóð að slátra og voru engar afurðakýr. Þessi
árangur er mjög svipaður því sem sést erlendis. Meðalfjöldi nothæfra fósturvísa úr skolaðri kú
1995 var 7,56 í Danmörk, 5,12 í Þýskalandi, 5,25 í Hollandi og 4,63 í írlandi.
Af ýmsum ástæðum hafa fósturvísarnir nýst illa til innlagnar. Ekki var reynt að ieggja
inn fósturvísana úr kúnum þremur sem notaðar voru til æfingar. Nokkrir frystir fósturvísar